9.11.2008 | 21:14
"Pang" og prestvígsluafmæli
Í dag hélt ég upp á 11 ára vígsluafmælið mitt. Já, það eru 11 ár síðan ég prestvígðist af herra Ólafi Skúlasyni biskupi Íslands. Ég vann í kirkjunni frá 08:00-20:30 og er nýkominn heim. Dasaður en ánægður. Það var gott að vinna í kirkjunni í dag og notalegt að fá að vera í Guðs húsi á þessum degi.
Í kirkjunni er verið að sýna listaverk nokkurra nemenda listaskólans "Konstfack" hér í Stokkhólmi. Sýningin er mjög umrædd og umdeild svo ekki verði meira sagt. Eru umræðurnar búnar að vera svo háværar að ákveðið var að bjóða fólki inn til samtals um listaverkin. Voru samankomnir listamennirnir, ég frá kirkjunni (sem prestur og listfræðingur) og svo góður hópur af gestkomandi sem vildi ræða sýninguna.
Hluti listsýningar nemenda frá "Konstfack" í Stokkhólmi á St. Jakobskirkjunni. "Umdeild list" eða list í umdeildu samhengi?
Niðurstaða fundarins varð að til er list sem verður að teljast innihaldsminni en önnur list. Listin er því (að mati flestra sem voru viðstaddir) óverðug fyrir kirkjuhúsið. Þetta ræðst helst að skírskotunarþættinum og möguleikum listaverka til að setja sig í samband við kirkju og kristni. Fannst sumum listamönnunum að sköpunarfrelsinu vegið, um leið og aðrir viðstaddir töldu að þeim væri frjálst að skapa hvað sem þá lysti, bara ekki setja það i kirkjulegt samhengi.
Þetta var ekki lokaniðurstaða fundarins, en skemmtileg hugsun samt sem vekur enn frekari umræðu í framtíðinni. :)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn
Kærleiksknús
Vibba
Vilborg Auðuns, 9.11.2008 kl. 21:18
Takk Vibba mín! Puss och kram!
Baldur Gautur Baldursson, 9.11.2008 kl. 21:18
Til hamingju með afmælið!
Áhugavert þetta með listsýninguna í kirkjunni. Er hægt að nálgast myndir af verkunum á netinu?
Þú gætir haft gagn af bókinni sem ég nefndi í annarri færslu hjá þér nýlega, hún fjallar um hvernig ungt listafólk "nú til dags" nálgast trúarleg viðfangsefni í viðskilnaði frá innihaldi átrúnaðar.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 10.11.2008 kl. 03:49
Til hamingju með daginn, um daginn.
Áhugavert þetta með listina í kirkjunni. Við fyrstu athugun findist manni að öll list eigi rétt á sér, allsstaðar en svo er í raun alls ekki. Sumt vill maður ekki horfa/hlusta á við sum tækifæri og það bera að virða.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.