Munið að bursta tennurnar, annars getur farið illa (ekki fyrir viðkvæma)

Já, það er best að gleyma ekki þeim bræðrum Karíusi og Baktusi. Þeir eru iðnir þegar þeim gefst tími til að vinna.  En eftir að hafa skoðað hvað léleg tannhirða getur gert þá held ég að jafnvel þeir Karíus og Baktus láti sig hverfa   ...  myndirnar tala sínu máli:

Ljótustu tennur Bretlands, segir á síðunni þar sem ég fann þessar! Varla hægt að tala um "tennur":

tennur4

Ojj, hvað er nú þetta?

tennur3

Colgate hvað?

tennur2

Og svo það ógeðslegasta sem ég hef séð - ever:

tennur1

 Svo vonar maður bara að allir bursti vel og gefi sér tíma með tannþráðinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta eru myndir af tann og tannholdssjúkdómum.

Já það er um aðgera að muna að bursta rétt. Of mikil og harkaleg burstun getur líka leitt til vandamála. Kona ein sem ég þekki er um fertugt ekki með neina skemmd. En er með tannholdsvandamál vegna mikillar burstunar. 

Annað er svo, að ekki hafa allir aðgang að heilbrigðisþjónustu eins og þið Svíar! Sumir hafa ekki einu sinni aðgang að apóteki með tannkremi og tannburstum...

Kv.

Ólafur Þórðarson, 18.11.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Einmitt. Þessar myndir eru úr sjónvarpsþætti sem fjallaði um tannhirðu í Bretlandi!  

Baldur Gautur Baldursson, 18.11.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Oh, þessir Bretar!


Þekki marga hér í USA sem hafa ekki séð lækni í áraraðir, þrátt fyrir að þurfa þess. Margir háskólamenntaðir sem eru of sligaðir við að borga af námslánunum til að geta veitt sér heilsutryggingu.

Hvaða bólstrar eru þetta annars í tannholdinu á neðstu mynd? 

Ólafur Þórðarson, 18.11.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem fólk er að sligast af námsskuldum. Þekki nokkra Íslendinga líka. Þeir hafa ekki séð tannlækni síðan áður en þeir fóru í nám!

Ég veit ekki hvað þetta er, virðist vera einhverskonar stökkbreytlingar sem minna helst á cocoonen í Aliens-hryllingsmyndunum.

Baldur Gautur Baldursson, 18.11.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Jæja, ég er farinn að bursta tennurnar.

Ólafur Þórðarson, 18.11.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Reyndar var ég að spyrjast fyrir um hvað þetta hvíta kringum tennurnar væri og fékk ég það svar frá tannholdsfræðingi að þetta væru að öllum líkindum maðkar af einhverju tagi.

Baldur Gautur Baldursson, 19.11.2008 kl. 16:08

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

þetta minnir mig á hattífattana í múmínálfunm

Neðsta myndin vel á minnst

Gunni palli kokkur

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband