20.11.2008 | 12:50
Davíð sýnir sinn innri mann! ojj ojj ojj
Hægt væri að skilgreina háttarlag Davíðs Oddsonar sem sjúklega þráhyggju með ívafi haturs og grunnhyggni og taumlausu vantrausti til embættismanna ríkisins. Auðvitað hefur sýslumaður verið búinn að kanna öll formsatriði. Ég trúi ekki öðru. Þannig á embættisfærslan að vera. Ég því miður vantreysti orðum Davíðs í öllum atriðum. Hann er ekki trúverðugur lengur og hefur ekki lengi og verður aldrei.
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála - einmitt það sem ég var að spá í þegar ég bloggaði um þetta - að auðvitað hefur þráhyggja og hatur stjórnað gjörðum DO í alltof langan tíma og þetta hefur gegnsýrt hann algerlega. Sannarlega hlýtur sýslumaðurinn að hafa athugað öll kurl - annað kemur varla til greina við svona ráðahag.
Er sammála þér með það að ég hef alltaf vantreyst DO .. og það mun sennilega aldrei breystast! En, knús og kram í daginn þinn amigo!
Tiger, 20.11.2008 kl. 13:29
Baldur, þetta voru nú reyndar orð Ólafs forseta sjálfs en ekki Davíðs. Þú færð náttúrulega ekki Fréttablaðið í Svíþjóð?
Kolbrún Hilmars, 20.11.2008 kl. 18:04
Kæra Kolbrún!
Ég átti almennt við öll orð, embættisfærslu og gjörðir Davíðs eins og þau leggja sig. Orð hans eru dauð og ómerk.
kveðjur.... ég
Baldur Gautur Baldursson, 20.11.2008 kl. 19:04
Takk fyrir svarið, Baldur :)
Davíðs það sem Davíðs er en ekki meira en það, er mín skoðun. Ég hef aldrei hitt manninn eða kosið hann en blöskrar að hinir einu sönnu bankaræningjar muni sleppa átölulaust vegna and-Davíðs-áróðurs síns og fjölmiðlanna sinna.
Kolbrún Hilmars, 20.11.2008 kl. 20:05
Ég er þér hjartanlega sammála. Ég vænti þess að farið verði í slíkar rannsóknir þegar stillist á fjármálamarkaði og landinn er byrjaður að ausa þjóðarskútuna. Þegar Davíð er farinn frá er hægt að leggja þau mál á hilluna sem Davíð og hans piltar hafa upphafið hjá ríkissaksóknaraembættinu gegn hinum og þessum. Þá er líklega kominn tími á að rannsaka efnahagshrunið.
Baldur Gautur Baldursson, 21.11.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.