Óveður og óveður, ekki sami hluturinn

Seint á hverju hausti er sendur inn á öll heimili í Svíþjóð bæklingur frá sænsku vegagerðinni. Þetta er bæklingur með myndum og áhugaverðum fyrirsögnum, en innihaldið er einatt hið sama:  "Þetta hvíta sem kemur úr loftinu: það heitir snjór og árstíðin heitir vetur" ... síðan er á fjarska barnvænan hátt fjallað um að snjór geti skapað hálku og svo þegar snjór og frost fari saman sé voðinn vís - svo ekki sé talað um þegar svo fer að hlýna aftur og allt verður blautt og slabb út um allt. 

Jafnvel þótt farið sé gersamlega í undirstöðuatriði þessarar árstíðar þ.e.a.s. komandi vetrar virðist fólk alltaf jafn óviðbúið. Fólk asnast til að keyra um á verulega slitnum Yul Brynnerum (fyrir þá sem muna eftir honum) ekur hratt og af mikilli vankunnáttu. Svo lendir fólk í raðárekstrum og oft verða mannskæð slys og enginn skilur af hverju! 

Í morgun var svo hellingur af fólki sem stóð fyrir utan strætisvagnabiðskýlið framan við húsið mitt. Flestir voru grautfúlir og argir út í strætisvagnsbílstjórann fyrir að það hafði snjóað í nótt og skaflar út um allt!  Hvað er þetta með fólk?  Og aumingja bílstjórinn sem reyndi að aka varlega og ausa ekki snjó yfir fólk og farþegum heilum á áfangastað!

Hvað er það sem fólk skilur ekki?  

 


mbl.is Óveður í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta skilningsleysi er semsagt vandamál í Svíþjóð líka

, 24.11.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Veturinn kemur mér alltaf í opnaskjöldu - á hverju ári. Og það lagast ekkert með aldrinum.

Halldóra Halldórsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband