Þytur í laufi

aivazovsky 

Í Fyrstu Mósebók [Genesis] er okkur sagt frá því þegar Guð hafði skapað Paradísargarðinn Eden. Adam og Eva höfðu þegar tekið til við að háma í sig aldin af lífsins tré og skömmuðust sín fyrir athæfið. Þau komust að því um leið að heimurinn hafði nýjar víddir sem þau höfðu ekki þekkt áður og skömmin varð til. Þau höfðu óhlýðnast boði Drottins og gert það sem þau ekki máttu.

Það er til svo skemmtileg lýsing af því þegar Guð nálgast þau þar sem þau fela sig fyrir honum í laufskrúði aldingarðsins. Það segir í textanum að þau hafi heyrt að Guð væri á leiðinni. Þetta fenómen er kallað þeofaní á grísku og útskýrist best með: að á undan Guði fór einskonar gustur eða þytur. Einmitt svona þyt heyrði ég fyrir suðurlandsskjálftann árið 2000.

Mér varð hugsað til þess sem stóð í fréttablöðunum í morgun og sagt var frá í morgunsjónvarpinu, að jarðskjálfti hefði verið um 20 kílómetra austur af Malmö. Rætt var við fjölda fólks sem lýsti óhugnarlegu og framandi hljóði. Hið óþekkta er oft óhugnanlegt. Það setur að okkur beyg og við verðum slegin ótta. 

Það er öllum hollt að vera minntir á fallvalltleika, að öllu er afmörkuð stund eins og segir í Prédikaranum og að ekkert sé nýtt undir sólinni. Allt hefur gerst áður og við sem öll erum fulltrúar núlifandi kynslóðað mannkyns erum einungis hlekkir í langri keðju - okkar er að vera ekki veikasti hlekkurinn, því þá getur keðjan slitnað.


mbl.is Byggingar skulfu í Málmey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander X

Gaman að heyra í mönnum sem dettur Guð í hug þegar eitthvað "náttúrulegt" gerist... (ó, nú sé ég að þú ert prestur og býrð í Stokkhólmi... fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að taka þig meðmér inn á Klepp svona í einum grænum!)

                                                                 "no ill intended here!

Alexander X, 16.12.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband