16.12.2008 | 11:49
Ég veit ekki, sé ekki, finn ekki
Það kemur mér alltaf meira og meira á óvart hvað stjórnmálamenn á Íslandi vita lítið. Þeir virðast upp til hópa vera meðal þeirra óupplýstustu einstaklinga á Íslandi (og þótt víðar væri leitað). Hvernig stendur á því að þeir geta borið fyrir sig þekkingarleysi og minnisleysi þegar inntir eftir staðreyndum og stöðu veigamestu mála þjóðarinnar? Þetta skil ég ekki!
Ef hefði ég boðið þjóðinni þjónustu mína, verið í fararbroddi fyrir íslensk stjórnmál og til og með stýrt þjóðarskútunni (og fengið ofurlaun fyrir) hefði ég gert mér far um að vera upplýstur um smáatriði mikilvægra mála.
Svo er ekki með Geir H Haarde. Hann forpokast við gömlu lummuna um minnisleysi og þekkingarbrest. Þetta nær ekki neinum áttum lengur.
Ekki viss um samskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að minnisleysið sé smitandi líkt og siðblindan og spillingin. Þetta hefur dreift sér um þingsali líkt og veirupest. Kominn tími á heilbrigðari stjórn.
, 16.12.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.