29.12.2008 | 20:09
Markaður trúverðugleikans
Því miður eru orð bankamanna verðlaus á markaði trúverðugleikans. Auðvitað skal fara fram óháð rannsókn á ÖLLUM færslum tengdum stjórnendum og starfsmönnum bankanna núna síðustu árin. Þjóðin sættir sig ekki við minna. Þjóðin sem skipað hefur verið að greiða spilaskuldir efnamanna á rétt á réttlæti. Og að réttlætið gangi yfir alla, alla sem einn.
Engar ólögmætar færslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
, 2.1.2009 kl. 17:42
Ekki þykja mér viðbrögð þín, séra Baldur, ýkja trúverðug á næstu vefgrein hér á undan (Meðvirkni af verstu tegund), þar sem þú í 1. lagi ásakar mig, gersamlega tilhæfulaust (enda órökstutt), um "hernaðarhyggjutón" í innleggjum mínum þar um Ísrael og Palestínumenn, um leið og þú í 2. lagi svarar engu af röksemdum mínum, en í 3. lagi lokar svo á umræðu um vefgreinina (eins og sézt á því, hvenær henni var síðast breytt, ekki löngu eftir þetta síðbúna svar þitt þar), sennilega af því að þú óttast svar frá mér. Þetta er hvorki prestslegt af þér né hetjulegt, væni, þú ættir að geta miklu betur en þetta í umræðum.
Jón Valur Jensson, 2.1.2009 kl. 22:00
Jón Valur. Ef þú villt hefja skítkast við mig, verður þú að bíða lengi. Ég er ekki þannig gerður að ég stundi slíka sandkassaleiki. Þú verður að finna þér aðra leikfélaga. Ég einfaldlega skýrði mína sýn á málin í austurlöndum nær. Ég talaði á friðsömu nótunum, þeim sem kristnum einstaklingum ætti að vera tamara að fara eftir. Þér ef til vill þótt ég vera linur í sýn minni á hvernig vandann skyldi leysa. En, ég lifi ekki á krossfaratímum eða þeim tímum þegar páfabúlla var nægjanleg til að breyta sýn fólks. Nei, ég er kristinn, mér þykir vænt um fólk og mér finnst að við öll, óháð trúarbrögðum, eigum að geta lifað í samlyndi og sátt - og það stýrir í dag minni sýn á hvernig við eigum að leysa málin í stríðshrjáðum löndum.
Elsku bróðir í kristi, ég óttast ekki orðin þín. EN ég vil segja eitt. Þér virðist gjarnt að segja að þetta og hitt sé ekki "prestlegt". Mannlegir erum við báðir. Hvort sem einhver er prestur eða ekki prestur er sú manneskja undir sömu lög sett og aðrir, hvað ALLT snertir. Það er ekki "hetjulegt" af þér Jón Valur að reyna að afklæða fólk eða ýta því út á ímyndaðan klakann með því að segja að þetta eða hitt sé "óprestlegt". Það er lágkúrulegt. Ég gæti eins sagt að orð eða gjörningar rómversk katólsku kirkjunnar séu "ókristileg", en ég geri það ekki. Ég er ekki þannig gerður að ég vilji að veikja trúsystkin mín með því að gera þau skrípaleg, kjánaleg, veikari eða taka frá þeim trúverðugleika. Það er fólk eins og þú Jón Valur, sem gerir það að verkum að við kristnir getum ekki komið fram sem ein lifandi kristin heild, sem líkami Krists í heiminum. Ég held að þér væri nær, Jón Valur, að hætta argast yfir því öllu sem þér mislíkar og bara kyngja því að Kristur er EINN og óskiptur milli kirkjudeilda. Hann er samur fyrir okkur kristna og hann er óskiptanlegur. Hann er og mun verða. Hér skiptir ágreiningur kirkjudeilda engu máli. Hann sennilega er mest hryggur yfir þeim sem eru hvað mest harðbrjósta.
Ég skil ekki hvers vegna þér er svo annt um að taka stöðu annars aðilans í málinu sem vakið hefur þessa gremju þína. Ég veit ekki hvað það er sem tekur svefn frá þér - en hitt veit ég að þú ættir að vita þegar ekki verður lengra komist í umræðunni og að viðmælandi þinn hefur hætt að hlusta. Slík umræða fer hvergi og kemst hvergi. Þannig er það með þig Jón Valur, þú villt sannfæra og að því er ekkert. En þú hefur enga þekkingu á því hvernig þú átt að koma viðmælenda þínum í jákvæða stöðu gagnvart því sem þú reynir að fullvissa hann/hana um. Þú hreinlega hlustar ekki, þú lest, en hlustar ekki á hvað fólk vill segja. Því miður. Því taldið ég það spara mestan tíma að loka á bloggið. Það var ekki til neins að "diskútera" við þig.
Hafðu gott og "hlustandi" ár MMIX.
Baldur Gautur Baldursson, 3.1.2009 kl. 14:57
Enga þörf hef ég fyrir að standa í stappi við þig, Baldur, sízt á þessum nótum, en stend við hvert mitt orð hér ofar og á HINNI SÍÐUNNI, enda ekki séð rök til annars; og með þögninni við mínum þremur atriðum hér ofar, alltjent tveim þeim fyrstu, gætu utanaðkomandi raunar talið, að þér sé svarafátt þrátt fyrir þetta langa innlegg þitt. Ekki var tilgangur minn að særa þig á neinn hátt, og bið ég þig að fyrirgefa mér, hafi orð mín gert það, en misboðið var mér hvernig þú endaðir umræðuna í gær og skelltir svo þar í lás. – Lifðu sæll á þinni vegferð.
Jón Valur Jensson, 3.1.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.