Júdea... hvað er að gerast?

"Mikið mannfall hefur verið á óbreyttum borgurum Palestínumanna undanfarna daga en að minnsta kosti 442 hafi látið lífið, þar á meðal 75 börn, samkvæmt læknum á Gaza-svæðinu sem AFP-fréttastofan ræddi við."

Líklega best að spyrja fjölskyldur og vini þessa fólks hvað því finnist um stjórnarstefnu sinna manna. En hér deila ekki bara tvær þjóðir - ekki um land eða trú!  Hér er það heiftin sem er eldsneytið í baráttunni. Hér eru ekki friðelskandi Gyðingar eða Arabar sem berjast. Þetta fólk er í sjálfsvörn.  En fyrir hverjum?

Þetta er eins og spila "RISK" spilið.  Peðum er kastað til og frá á heimskortinu og það sem er sorglegast er að fólki sem á enga aðra möguleika er blandað inn í baráttu stórvelda og sjúkra huga fáeinna manneskja sem stýra sínum peðum í valdasýki og hatri.

Maður spyr sig bara hvar vandamálið hófst í rauninni. Voru þessir vondu gerendur í stríði fátækra þjóða klæddir asnalega eða flengdir fyrir framan alla í æsku?  Var híað á þá eða hæðst að þeim?   Eitthvað hefur jú farið úrskeiðis við uppeldið.  Ljótt að heyra! 

Hugsum til þess fólks sem að ósekju missir barn í kvöld, einhvern nákominn, í fyrramálið eða í dag meðan við horfum á einhverja heilalausa ameríska bíómynd.   Já - minnumst þessa fólks! 


mbl.is Harðar árásir á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já þetta er skelfilegt ástand sem byggist á djúpstæðu hatri nokkurra manna. Hatur er eitur sem smitast hratt milli manna. Mér verður oft hugsað til þessa fólks og þeirra hörmunga sem það upplifir. Verst hvað það er fátt sem ég get gert.

, 3.1.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband