Loksins fór að snjóa

Datt í hug að senda litla myndkveðju frá Stokkhólmi!  Hér fór greinilega að snjóa lítið eitt í nótt. Í gærkvöldi hafði frostið komist í góðar -13°C og veðrið var yndislegt. Síðan þegar ég vaknaði núna í morgun (takk fyrir það) hafði skaparinn skreytt drungalegan hversdaginn með fallegum snjó og frostmyndunum öðrum. Þetta var svo fallegt að ég smellti mynd af herlegheitunum.

Núna er logn, skýjað og -9°C.  Súper!  En ég þarf að halda mig heima yfir bókunum mínum. Skal skila af mér jóla-/nýársheimaprófi á morgun og á föstudag, svo heima sit ég í dag.  Kannski stekk út og geriengla á Lappkärrinu eða eitthvað rétt fyrir ljósaskiptin.  :)

DSCF1896


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ef þetta er útsýnið hjá þér ertu aldeilis heppinn með húsnæði  Vona að þú eigir góðan bókadag

, 5.1.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Dóra

Gleðilegt árið... Flott útsýni sem þú hefur séra minn.. kærleikur til þín hér frá Esbjerg Dóra

Dóra, 5.1.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki laust við að ég sakni Svíþjóðar þegar ég sé svona mynd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér verður bara kalt.....en myndin er flott

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Fallegt að sjá. Er samt fegin að það var hlýtt þegar ég labbaði í kringum vatnið í sumar. Það skemmtilega við snjóinn í útlöndum er að þar getur maður séð spor eftir hin ýmsu dýr s.s. elg, dádýr, héra... Vona að þú njótir þess til hins ýtrasta að vera í Svíþjóð. Sakna þín... kem næsta sumar!

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband