Verdun-sur-Meuse 1916

 gazaVerdun-sur-Meuse  1916

Árið 1916 börðust Frakkar og Bretar mót sterku liði Þjóðverja við litla bæinn Verdun-sur-Meuse. Þessar þjóðir börðumst af öllu afli og engu var til sparað til að framgangur þjóðanna yrði sem bestur; sóknarstríð Þjóðverja gegn varnarstríði Frakka og Breta. Í þessari orrustu sem stóð frá 21. febrúar til 18. desember létust (að talið er) yfir 300 000 hermenn. Afrakstur þessarar viðbjóðslegu var enginn. Þegar uppi var staðið hafði ekki einn metir unnist. 300 000 menn höfðu látist og um 500 000 voru særðir (margir örkumlaðir). Sálarmein þeirra sem lifðu og sorg aðstandenda er ólýsanleg.

Ekkert vannst!

Í dag er barist hér og þar um allan heiminn. Skæruhernaður er daglegt brauð í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Eyjaálfa fékk að kenna á sprengingum fyrir nokkrum árum, barist er enn um yfirráð og fyrir mannréttindum á Kaldóníu. Asía líður á mörgum stöðum. Opin sár hefur hún í Kambódíu, Laos, Norður-Kóreu, Sri-Lanka, Indlandi/Pakistan, Tíbet, Afganistan, Georgíu, Írak, Armeníu... og Asíuhluta Rússlands. Suður-Ameríka er ekki laus við þessi illalyktandi kýli mannvonsku og baráttu fíkniefnabaróna og erindreka dauðans. Fátæktin er voðalega í mörgum ríkjum þessarar álfu og lítur maður norður á bóginn flýr fólk enn yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó og frá ríkjum Vestur-Indía. Flótti frá fátækt, þvingunum, óöryggi og martraða á vökutíma. Bandaríkin eru sjálf í óbeinum hernaði hér og þar um alla jörðina. Sumstaðar er vopnum beitt, annars staðar er dollurum beitt með sömu niðurstöðu. Afríka, já - Afríka. Þangað þarf ekki að senda herlið.  AIDS og malaría fellir hundruð á hverjum degi. Hungur og sjúkdómar aðrir drepa hina. Þeir fáu sem rekist hafa á peningasendingar frá ríkum þjóðum heimsins, sækjast eftir völdum með vopnavaldi og upphefja mismunum og ójöfnuð meðal sinna. Arabalöndin eru sér sjálf sundurþykk. Shítar og súnnítar skilja ekki hvora aðra en sameinast í hatrinu mót Gyðingum og Ísrael. Evrópa stendur víða bak við hrærigrautinn í nálægum löndum, þykist vera hjálpa en dauðskammast sín fyrir undangengnar aldir, nýlenduvæðingu og viðskilnaðinn við þessar þjáðu þjóðir sínar, sem nú vilja bara vera taldar til þjóðanna og vera virtar fyrir það sem ekki tókst að eyðileggja eða breyta til óþekkju.  Evrópa vonar að allir séu búnir að gleyma og segir bara: "Evrópubandalagið er lausn alls vanda: eigum við ekki bara horfa fram á við".  Svo einfalt er þetta bara ekki allt.  Og ekki hafa allir gleymt.  Enn eru börn og barnabörn hermannanna sem stríddu og örkumluðust eða dóu við Verdun að minnast þessa viðbjóðslega fórnakastar - já fórnarkastar hvers?  Ég veit það ekki. Hreinlega veit það ekki.

 

Tilgangslaus morð, ótti, rótleysi, hatur, ofstopi, þjáningar og árásir. Heimurinn horfir á sem hann væri að horfa á hanaslag eða hundaat. Allir bíða átekta og engir vilja fá blóðið á sig sem spýtist í allar áttir og yrjast á alla sem standa of nærri. Þetta er harmleikur margra þjóða. Margar þjóðir eiga hlut að máli, en forðast alla ábyrgð. Allir bíða átekta og vilja ekki blanda sér of djúpt í ágreiningsmálin því það gæti sannarlega velt við steinum sem ekki má velta. Þjóðir heims eru sannarlega ekki tilbúnar að setja sig í siðferðisumræðu nútímans - ekkert frekar en þær sýndu snilli sína fyrr á tímum í þeim málum.  Sá sem stendur hjá og horfir á, hefur krafta og afl að skilja deilendur - en gerir það ekki: Er sannarlega þáttakandi og ábyrgur.  Þannig er það, þannig hefur það alltaf verið - þegar það hefur passað þessum þjóðum. Það passaði sameinuðu þjóðunum SÞ að fara inn á Balkanskagann. Það hentar ekki þjóðum heims að bregðast við Ísrael/Palestínu deilunum.

Þetta er svo ljótt, svo ljótt. Hversu lengi á fólk að líða?  "Hversu lengi, ó Guð" (eins og sálmaskáldið í Davíðsálmunum segir svo oft)


mbl.is 12 úr sömu fjölskyldu létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er skelfilegt ástand.

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Soll-ann

Ástandi er skelfilegt þarna en það tekur því víst ekki að bjarga þessu ræflum það er nefnilega engin olía þarna.

Ætli það sé ekki einhver listi yfir staðfastar þjóðir þar sem stjórnendur þessa lands geta skrifað undir.

Maður hreinlega skammast sín fyrir að vera meðlimur í hinum siðmenntaða heimi.

Soll-ann, 6.1.2009 kl. 21:17

3 Smámynd:

Ólýsanlegur viðbjóður. Ég skammast mín fyrir að standa hjá en má ekki við margnum.

, 7.1.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband