Tala sem á eftir að stíga

Það sem Íslendingar héldu vera stóráfall á árinu 2008 var einungis byrjunin á skriðu gjaldþrota fólks og fyrirtækja. Enn á ný virðist sem auðtrúa Íslendingarnir hafi haldið að allt yrði betra eftir áramótin og þetta hefði bara verið sem vondur draumur. "En núna er Pamela vöknuð og Bobby er ekki kominn til baka."  Ég held að það sé kominn tími til að fólk átti sig á afleiðingum þess að biðja IMF um fyrirgreiðslu. Vextir hafa snarhækkað, ungt fólk á eftir að tapa húseignum sínum í hundraðavís og fyrirtækin stóru og smáu, munu enn fleiri gefast upp fyrir lækkun kaupmáttar fólks, fátækt og aukinni misskiptingu í samfélaginu. Hinir fátæku verða fátækari, meðan aðrir frá ofurlaun.  Ljót sýn, en svona er þetta. Hættum að gefa fólki hálfan sannleikan, það er best að taka þetta út nú þegar!
mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Mikið er ég sammála þér séra minn.. Ég vissi það strax að þetta væri bara byrjunin.. bara rosalegt ástand.. Held nú líka að fólk sé í mikilli afneitun..

Eigðu góðan dag..  Dóra Esbjerg

Dóra, 9.1.2009 kl. 08:33

2 Smámynd:

Það er greinilega að koma í ljós að fjárhagur heimilanna fer versnandi. Sá það vel þegar ég fór í IKEA í gær. Þar var varla hræða þrátt fyrir að útsala væri í gangi. Það er nokkuð öruuggt að mörg heimili eiga orðið við ramman reip að draga og það á bara eftir að versna þetta árið.

, 9.1.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sumir virðast þurfa að finna sársaukann á eigin skinni áður en þeir viðurkenna vandann...Bobby er ekkert á leiðinni til baka.

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir kommentin. Vonandi fer þjóðin að vakna af þessum dvala sínum og byrgja sig upp af góðu skapi, húmor og niðursoðnum mat. Því þetta á bara eftir að fara versnandi.

Baldur Gautur Baldursson, 9.1.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband