Skömm á skömm ofan

Mér verður hugsað til Davíðs og Golíats! 

Hversvegna, spyr ég á þessum laugardegi, megum við Íslendingar ekki fá einhverja uppreisn æru?  Hversvegna unna ekki íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni þess að fá eitthvað af stolti sínu til baka? 

Yfir 88.000Íslendingar hafa sett nafn sitt við þá undirskriftasöfnun sem Indefence samtökin hafa beitt sér fyrir. Nú skal því spara aurana og kasta krónunum - vegna þess að íslenska þjóðarstoltið og vitundin er ekki þess virði að mati stjórnarflokkanna að við berjumst fyrir hana.

Peningum sem 200 miljónum króna hefur verið eytt hingað til í veisluhöld, laxveiðiferðir, einkabílaakstur, Kínaferðir, óþarfar ferðir maka ráðuneytisstarfsmanna og svo framvegins. Lengi mætti telja!  Kunna margir fróðlegar tölur í þessu sambandi.  Af hverju unna ekki stjórnmálamenn Íslensku þjóðinni þess að sigra Golíat! Hvílíkur móralskur sigur yrði þetta ekki?  

0008

Kveðja frá stoltum Íslendingi í útlöndum!


mbl.is Stjórnvöld spara aura en kasta krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ég varð mikið dapur þegar Geir sagði þetta við fréttamenn.

Því

Ég heyrði ekki einn einasta fréttamann skjóta til baka: Hvað eru 200 millj. kr. samanborið við 150-700 milljarða, sem Icesave á væntanlega eftir að kosta þjóðina?

Anna tveggja er fjölmiðlafólk lélegt eða hrætt.

Jón Ragnar Björnsson, 10.1.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég held að Geir hafi aldrei ættlað í mál....bara látið líta svo út. Hann er hræddur við lagaflækjur og í dómsal hefði komið fram hver ber höfuð sök á ástandi bankanna þ.e.a.s. hver ákvað að fella niður bindiskylduna á bankana eina varnaglann sem seðlabankinn hafði og þá hefði málsókn komið sem búmmerang í bakið á ríkisstjórninni.

Það að tala um einhverjar 200 milljónir, var bara sá talsmáti sem þetta peningapakk heldur að allir spái í nema þegar á að rukka á almúgann...

Sammála því að fjölmiðlar eru ömurlega lélegir við að spyrja gagnríninna spurninga eins og t.d. þess hvað væru 200 milljónir í "fórnarkostnað" við að spyrna við fótum og láta ekki valta yfir okkur. Við hefðum þó alltaf getað sagt að við hefðum reynt að ná fram sangirni í málinu...........og ekkert víst að það hefði tapast að öllu leyti.

Sverrir Einarsson, 10.1.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flokkarnir fá yfir 500 milljónir í beina styrki á árinu frá okkur skattgreiðendum sem eigum að styrkja flokksklíkurnar við að halda völdum sem þær hafa misnotað gegn okkur.

Stolt og reisn þjóðarinnar skiptir þetta fólk engu. Það vill bara halda völdum og þá er ekki spurt um fórnarkostnað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er synd og skömm.  Ætli stjórnvöld viti ekki að með svona málsókn muni ýmislegt koma í ljós, sem sakfellir ísl. stjórnvöld.

Ég held að það væri sama hvort þetta mál myndi vinnast eða tapast, ísl. þjóðin myndi alltaf vinna, því þjóðin ber ekki ábyrgð á gjörðum þeirra sem kom okkur í þessa stöðu.

Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:13

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er eitthvað sem hefur gerst í millitíðinni frá því að Geir talaði um að Bretar ættu ekki að komast upp með þetta athæfi þangað til tekinn er sú afstaða að fara ekki beint í málsókn gegn Bretum .

Hefur þar líklega alþjóðagjaldeyrissjóðurinn haft puttana í málum .

Lélegt upplýsingaflæði frá stjórnvöldum leiðir til tortryggni og traust minnkar ,missagnir og einhver hálf sannleikur eða bara þögn er olía á reiði og tortryggni sem er að aukast með fleiri fregnum af spillingu og svínaríi.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.1.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér finnst þetta svo skammarlegt. Ég tel að Guðmudur Eyjólfur hafi nokkuð til síns máls. Að gegn því að fara ekki í mál muni Íslandi hafa verið veitt aumingjaaðstoðin. 

Ég skammast mín fyrir þennan mann Geir Haarde. Ég skammast mín fyrir íslenska stjórnmálamenn. Ég skammast mín fyrir allt sem tengist íslenskum fjármálaheimi.

Bleyður og aftur bleyður. Þannig er best að útskýra hvað þetta "lið" er.  Önnur orð eru of íslensk og of fín til að eyða í svona (því miður ekki fólk heldur) bleyður.

Baldur Gautur Baldursson, 10.1.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Baldur þú ferð ekki rétt með - íslensk stjórnvöld - þú getur ekki talað um íslensk stjórnvöld , því þú getur eingöngu talað um íslenska óstjórn í þessu sambandi . Þú getur talað um leikstjóra í þjóðarleikhúsinu , og leikara , en íslensk stjórnvöld , ekki meðan þessi óstjórn er ekki borin út . Að öðru leiti 100% sammála

Hörður B Hjartarson, 10.1.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það eru stjórnvöld Íslands sem tekið hafa ákvörðun um að fara ekki í mál við bresk stjórnvöld. Þannig get ég sagt þetta og í fullum rétti. Þeir sem sitja, þeir sitja, þótt það sé kannski mót okkar vilja og ofar okkar skilningi hví þá þetta lið hafi ekki þegar verið borið út. Er á meðan er!  Því miður.

Baldur Gautur Baldursson, 10.1.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Dóra

Bara óhuggulegt hvernig er komið fram við þegna Íslands.. það á bara að láta allt liggja og ekkert að gera... Ætli þessi kallar sofi vært á nóttunum...

Nei núna þegar mesta svartnættið er að hellast yfir þjóðina þá er ekkert gert og ástandið fer sko ekki batnandi það er eitt sem víst er..

Því má ekki endurheimta eitthvað af stoltinu til baka.. það er hægt að veita styrki í hinu og þessu þegar engir peningar eru til ..en svo á þetta að liggja. ojjj þvílík skömm að þessu öllu saman..

Ég finn bara til í hjartanu mínu þegar ég hugsa til þess hvað margir eiga það erfitt..

kærleikur til þín séra minn ... Dóra

Dóra, 10.1.2009 kl. 21:54

10 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Sammála því að það sé Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sem lagt hefur línurnar með að ekki er höfðað dómsmál.  Af hverju þetta lið hafi ekki verið borið út ?  Fólk hefur verið svo upptekið við annað.......fyrst vissi það ekkert hvaðan á sig stóð veðrið.....svo hugsaði það oh bráðum koma blessuð Jólin og þá verður eflaust allt orðið ókei.......og það horfði með von framá við en ástandið fór bara versnandi......ó-boý.....eftir áramótin voru svo útsölurnar...nóg að gera á þeim og svo þykir ekki fínt að mótmæla á Íslandi...betra að fara í Kringluna og rápa.  Meginhluti Íslendinga hefur sýnt vítavert ábyrgðarleysi og hefur hengslast áfram í rolu og heigulshætti.  En nú í Janúar er ekkert lengur að fela sig á bakvið.  Engin Stórhátíð.  Fólk búið að skipta jólabókunum......   og þá er bara að setja allt á skrið í baráttunni......allir saman nú

Máni Ragnar Svansson, 11.1.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband