22.1.2009 | 17:17
UTANÞINGSSTJÓRN
Utanþingsstjórn strax!
Óskaplega er mönnum annt um stólana sína á Alþingi. Það er ekki þjóðin sem er sett fremst, nei - stólarnir. Össur hefur ekki íhugað að það sé kannski best fyrir þjóðina að skipa UTANÞINGSSTJÓRN. Forseti Ísland (eini beint þjóðkjörni fulltrúi þjóðarinnar) myndi sitja í forsæti og kalla til sérhæfða einstaklinga til að sinna rekstri og áfallsjöfnun þjóðarbúsins, sem nú bráðum fær fleiri þunga skelli. Því er brýnt að hæfir einstaklingar, ekki neinir stólabundnir froðusnakkar sitji í vegi fyrir umbótum og nýju lýðræði.
Viljum ekki stjórnarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.