28.1.2009 | 10:16
Geðveiki og listamenn
Í "listaheiminum" í Stokkhólmi fer nú fram hálfskrýtin umræða. Hvað er list og hvað telst ekki vera list? Kannski þörf umræða, svo lítið seint á ferðinni í þessu tilfelli, en ágætis hressing í vetrarskammdeginu. Lífleg skoðanaskipti hafa átt sér stað meðal listamanna og þeirra sem styrkja listaskóla og einstaklinga til listsköpunar og listnáms. Síðast en ekki síst hefur Stokkhólmsborg komið að málum þar eð afleiðingar þær er listaverkið hafði, urðu til ónauðsynlegs útgjaldaauka og settu sjúkrafluttningamenn í hættu þar sem ekið var með bláum ljósum í gegnum erfiða umferð borgarinnar.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532
Þetta gerðist: Á miðvikudag í síðustu viku gekk Anna Odell nemandi á þriðja ári við Konstfack listaháskólann út á Liljeholmsbrúnna. Þar lét hún eins og brjáluð væri, reif af sér klæðin og fleygði yfir brúarhandriðið og gerði sig líklega til að fylgja á eftir. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn. Hún barðist um á hæ og hnakka mót lögreglu, en að lokum tókst að handsama listaskólanemandann og var hún flutt til Sankti Görans sjúkrahúsið. Þar barðist hún enn frekar um og varð loks að gefa henni róandi lyf. Síðar gerði hún læknaliðinu grein fyrir að hún hefði verið að framkvæma "gjörning" á Liljeholmsbrúnni og þetta væri hluti af "listagjörningi" sem hún stæði fyrir sem nemandi við Konstfack.
Þannig var það. Núna brenna línur Konstfackskólans því fólk sem starfar með geðsjúka, eða berjast við slíka sjúkdóma hafa látið heyra í sér. Þetta athæfi Önnu Odell hefur vægast sagt mælst ILLA fyrir og hafa borgarfulltrúar verið kallaðir í umræðuna. Kostnaður við "handtöku" och "meðferð" Önnu Odell er talinn hafa kostað næstum því 12 000 sænskar krónur eða um 170 000 íslenskar krónur (á genginu eins og það er í dag kl. 11:03). Lögreglan hyggst kæra Önnu Odell fyrir ofbeldi mót lögreglu. Deildarstjóri geðdeildar Sankti Görans sjúkrahússins, David Eberhard, hefur sagt sitt álit á gjörning Önnu Odell og gagnrýnt að þetta geti gengið inn í nám nemenda við listaháskóla. Hann sagði athæfið vera skammarlegt mót þeim sem virkilega eru veikir og niðurlægjandi. Hann sagði athæfið ennfremur sóun á almannafé og gagnrýndi stúlkuna fyrir að reyna að bíta starfsfólk, slá og hrækja á það. http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532
Olof Glemme, sem er í forsvari fyrir þá deild Konstfack sem Anna Odell er í námi við ver "gjörninginn" og segir að hún hafi ekki gert neitt rangt!
Skólinn sjálfur hefur gefið frá sér fréttatilkynningu: http://www.newsdesk.se/pressroom/konstfack/pressrelease/view/konstfack-paaboerjar-intern-utredning-kring-studentprojekt-268012
Þessi gjörningur og aðrir sem nemendur skólans hafa staðið fyrir, hafa reitt marga til reiði. Spurning er hvort hina látlausari listatúlkanir eigi betur við í næstu fjárlagagerð eða hvort listirnar eigi að fá að "spora úr" í taumleysi og bitna á þeim sem minna mega sín, í þessu tilfelli geðsjúkum?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Já hvað er list? Mér finnst ekkert listrænt við belju í formalíni á meðan aðrir geta vart vatni haldið yfir því hafð það sé stórfengleg listsköpun. Og gjörningar hafa enn ekki komist á listalistann hjá mér.
, 28.1.2009 kl. 11:59
Það er alveg með ólíkindum hvað sumu fólki dettur í hug að kalla list. Nú á dögum.
Einhvern tíman var þetta nú rætt í fjölskylduboði og einhver konan í fjölskylduni var svo gáttuð yfir því hvað gat kallast list að það lá við að hún myndi prófa að setjast á pappír þegar hún væri á túr. Og opna síðan gallerí eftir að vera búinn að safna nokkrum svoleiðis "listaverkum".
En það er nú samt þannig með þessa gjörninga að ég gæti hópað saman fullt af fólki niður á austurvöll og farið síðan að bora í nefið á mér. Sagst svo vera með leikræna túlkun á því hvað stjórnvöld væru að gera í dag. Og ætli ég gæti víst ekki kallað það list ? ( að hugsa sér það er hægt að skilgreina nefboranir sem list við tilteknar aðstæður )
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:25
Dagný: Jú og svo er svona "list" seld fyrir hundruðir milljóna og "listamaðurinn" verður heimsfrægur! Svona á ég erfitt með að viðurkenna sem list. Sorry heimur!
Arnar: .... og fá helling af peningum fyrir (og um síðir fá listamannalaun).
Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.