Hugmynd að því hvernig best sé að reka bankastjóra Seðlabankans

Mér datt í hug eftir allt það tal um stórfelldar skaðabætur til Davíðs Oddsonar og hinna bankastjóranna í Seðlabankanum ef þeim yrði nú vikið frá að það sé til lausn á vandanum.

Sú lausn myndi einfaldlega felast í því að annað (a) hvort breyta starfshlutverki bankastjóranna svo að þeir fái nýtt starfsvið og einangrist áhrifalausir inni á skrifstofum sínum.   Eða (b) að ríkisstjórnin lýsi vantrausti á bankastjórunum og hætti einfaldlega að hafa samskipti við þá. Þannig verði þeir eylönd og án trausts þjóðar eða þings.   Hverjum er sætt í slíkri stöðu?   Þannig þarf ekki að greiða þeim neina "bætur" eða gera "starfslokasamning" við þá. 


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Berta Guðjónsdóttir

Baldur, sæll, góð hugmynd. Orð í tima töluð. Þjóðin er nú þegar búin að lýsa  margoft yfir vantrausti á  bankastjóra Seðlabanka og hlýtur það að vera krafa okkar að það fólk sem við kjósum (þingið) geri slikt hið sama. Að sjálfsögðu eigum við ekki að borga neinar bætur til fólks sem hefur ekki staðið sig í því starfi sem þvi var borgað ofurlaun fyrir.

Þessir menn ættu að sjá sóma sinní því að endurgreiða hluta launa sinna til ríkisins.

kærar kveðjur

Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það má líka bjóða þeim hlutabréf í DeCode

Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:00

3 Smámynd:

Já borga þeim með hlutabréfum í DeCode - nokkuð góð hugmynd. En þínar hugmyndir Baldur Gautur er alveg brillíant

, 29.1.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Góður þessi með hlutabréf í DeCode, Sigrún.......12 stjörnu brandari  

Máni Ragnar Svansson, 29.1.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þá mætti hugsa sér að breyta skýringu á launaseðlinum í Þóknun fyrir að vera óskaðlegur.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband