Bravó Steingrímur!

Þetta fannst mér eitt það gáfulegasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamönnum í lengri tíma. Segjum upp IMF samstarfinu og setjum okkur í náið viðskipta og fjármálasamband við Noreg. Byggjum nýtt Norðurlandaráð og tengjust norsku krónunni.  Þetta hljómar mjög vel. Síðan bjóðum við Grænlendingum og Færeyingum að vera með, Danir og Svíar fá að vera með ef þeir vilja og gerum svo samninga við Kanadamenn og Bandaríkjamenn um tollabandalag.  :)   

Hljómar eins og nammi í eyrum mínum. Skítum í Evrópusambandið og sýnum og heil stjórnmálastefna og ekkert skítamakk á heima hjá okkur og innan okkar sambands.  Heiðarleg stjórnmál og sameiginlegir hagsmunir þessara þjóða norðurhafa geta verið styrkur okkar. 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB er hvort eð er á leiðinni á hausinn ef það verður ekki dáið úr kulda áður...

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Einmitt, það er sjálfu sér sundurþykkt och riðar sennilega til falls móralskt áður en fyrr varir. 

Ég er að hugsa að gerast talsmaður fyrir nýju Kalmarsambandi.   :)

Baldur Gautur Baldursson, 31.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband