8.2.2009 | 07:13
Nýr íslenskur doktor
Ég er svo stoltur af landa mínum og góðri vinkonu Hrönn Jörundsdóttur. Hún varði doktorsritgerð sína núna á föstudag hér úti í Stokkhólmi. Ritgerðin hennar Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (uria aalge) from North Western Europe er skrifuð við Umhverfislífefnafræðideild Stokkhólmsháskóla og er hægt að kynna sér efni hennar með því að fylgja slóðinni http://www.miljokemi.su.se/aktuellt/nyheter?id=46&lang=sv .
Ég óska dr.Hrönn og öllum hennar innilega til hamingju með stóra áfangann.
Quod bonum, felix faustumque sit!
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook