12.2.2009 | 12:30
Jarðafara(ó)siðir
Í sjónvarpsþætti sænska ríkissjónvarpsins SVT sem gengur undir nafninu Uppdrag granskning hefur sannarlega verið svipt hulunni af svikum og ekki minnst ógeðfeldum starfsháttum kirkjugarðsstarfsmanna hér í landi. Að því síðar
Um nokkurt skeið hefur rannsókn á vegum sænskra fjölmiðla á útfarasiðum Svía. Kirkjulegar athafnir hafa verið rannsakaðar, aftur rannsakaðar og svo enn á ný. Ekkert hefur þar komið fram sem Svíum mislíkar, vissulega skoðanirnar margar um tónlist, lengt, ræðu prests og svo framvegins. Almenn ánægja er með þjónustu þá sem fólk fær þegar um kirkjulegar og borgaralegar útfararathafnir er að ræða.
En þegar sjónvarpsfólk og rannsóknablaðamenn fóru að "grafa" dýpra og ganga á fólk, fóru að koma í ljós óhuggulegir hlutir. Allt í einu var eins og stungið hefði verið á kýli og gröfturinn vall út. Reiði fólks varð hamslaus og fréttamenn Uppdrag granskning fréttaþáttarins tóku að kynna sér málið enn ýtarlegar.
Fram kom að lengi hefur sú venja verið til staðar hjá kirkjugarayfirvöldum hér víða í Svíþjóð að eftir útfararathöfn er lokið og kistan hefur verið látin síga í gröfina að þjappað er ofan á kistulokið með lítilli gröfu. Með þessu er kistulokið brotið og hliðar kistunnar leggjast saman. Eftir þessar aðfarir er kistan oft svo útleikin að sjá má sundurkraminn líkamann sem í kistunni liggur og jafnvel brotna hauskúpuna. Nóg um slíkar lýsingar. Samkvæmt upplýsingum kirkjugarðsstarfsmanna er þetta gert í því augnamiði að spara seinnitíma vinnu. Sé þetta gert þarf ekki, skv. kirkjugarðsstarfsmönnum, að fylla á með mold síðar og sparar maður þar tíma og starfsfólk.
Svona aðfarir eru að mínu viti ógeðfeldar í hæsta lagi. Vona ég svo sannarlega að svona vinnubrögð þekkist ekki á Íslandi. En rétt væri að kanna það samt.
Hér er vísun í sjónvarpsþáttinn Uppdrag granskning á SVT:
http://svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=93154&a=1135916&lid=puff_1340808&lpos=extra_0
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Æ já ég vona sannarlega að þetta sé ekki svona hér á Íslandi
Ragnheiður , 12.2.2009 kl. 12:38
Spurning hvort þetta vinnulag geti varðar við lög um vanhelgun á líki.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:51
Biskupinn í viðkomandi stifti, Luleåstifti sagði framferðið vera illa komið yfir mörkin á því sem kalla má röskun á friðhelgi grafarinnar. Sóknarpresturinn í viðkomandi sókn, Vännäs, var áminntur vegna þess að hún hafði vitneskju um þetta framferði. Enginn var kærður, ekki einusinni kirkjugarðsstarfsmenn. Líklega má þó telja að þeim hafi ekki verið vært í starfi eftir þennan þátt sænska sjónvarpsins SVT.
Víða um land voru svo gerðar bragarbætur og í sumum tilfellum skipt um starfsfólk.
Mér fannst þetta ógeðslegt í einu orði sagt: Ógeðslegt
Baldur Gautur Baldursson, 12.2.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.