Hættur í Golfstraumi

Ég vona að Íslendingar láti heyra frá sér eftir þetta slys. Tveir þungvopnaðir kjarnorkukafbátar í miðjum Golfstrauminum ná að skella saman og þar með ógna ekki bara sjálfum sér og 210 manna áhöfn, heldur öllu lífi í norðurhöfum. Það eru ekki bara gömlu kjarnorkuverin í Dounreay og Sellafield sem við þurfum að hafa áhyggjur af, heldur litlu kjarnorkuverin sem leynast í mögum þessara kafbáta og stærri herskipa á yfirborði úthafanna.

Ég vona að Íslendingar láti í ljós áhyggjur sínar yfir mögulegum áhrifum stríðsleikja meðlimslanda ESB í nútíð og framtíð.


mbl.is Kjarnorkukafbátar rákust saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Mannskepnan er staersta ognun sinnar eigin tilveru.  Alheimur virdist hafa sykst af algjorri gródafýkn og valtrar áfram í algjorri vitfirringu yfir hvad sem er.  Vid Íslendingar erum einna sjúkust sýnist mér, thvi vid erum fá, vid erum tiltolulega upplýst og allar upplysingar vardandi dýrmaeti Íslands liggja á lausu, allar upplýsingar um skadvaenleika álvinnslu um heim allan liggja ljóst fyrir.  Rio Tinto er alraemt glaepafyrirtaeki sem einskis svífst í gróda-stíunni, en vid teljum okkur tru um ad okkar hreina orka hvítthvoi allan vidbjódinn.  Enntha vilja menn eins og t.d. okkar idnadarrádherra ásamt fjoldra annara 'skollaeyrna-hópa' studla ad aukinni álvinnslu. Skomm og svívirda.

Gerður Pálma, 16.2.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

WOW....  vel mælt!  Takk fyrir innleggið.  

Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Gerður Pálma

Var ad heyra meira um árekstur kafbátanna, á BBC, hvad vitum vid? Hvad meira er ad gerast út um allt? Til hvers eru thessir kafbátar med kjarnorkuvopn um bord? Til hvers er verid ad koma upp kjarnorkueldflaugum í Póllandi?
Valdabarátta? Klikkun? Graedgin er í algleymi og er ad kaffaera allan heiminn, thad er thví midur stadreynd. Engin logic. Eyding lífríkisins á fullu sem alredi fyrr og vid veitum thví minimum athygli. Thad verdur ekki dansad á thilfarinu thegar skipid er sokkid, en á medan thad flýtur viljum vid ekki vita af veruleikanum.

Gerður Pálma, 16.2.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband