16.2.2009 | 13:59
Hættur í Golfstraumi
Ég vona að Íslendingar láti heyra frá sér eftir þetta slys. Tveir þungvopnaðir kjarnorkukafbátar í miðjum Golfstrauminum ná að skella saman og þar með ógna ekki bara sjálfum sér og 210 manna áhöfn, heldur öllu lífi í norðurhöfum. Það eru ekki bara gömlu kjarnorkuverin í Dounreay og Sellafield sem við þurfum að hafa áhyggjur af, heldur litlu kjarnorkuverin sem leynast í mögum þessara kafbáta og stærri herskipa á yfirborði úthafanna.
Ég vona að Íslendingar láti í ljós áhyggjur sínar yfir mögulegum áhrifum stríðsleikja meðlimslanda ESB í nútíð og framtíð.
Kjarnorkukafbátar rákust saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Gerður Pálma, 16.2.2009 kl. 16:25
WOW.... vel mælt! Takk fyrir innleggið.
Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 16:52
Gerður Pálma, 16.2.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.