17.2.2009 | 21:00
Landið eitt kjördæmi - fækkun þingmanna
Íslendingar eru ríflega 300 000 talsins. Nema beitt sé beinu lýðræði í kosningum verða landsmenn að treysta á fulltrúa sína, þingmennina, til að ráða fyrir sínum málum. Þetta kallast fulltrúalýðræði.
Landinu hefur löngum verið skipt upp í kjördæmi þar sem fjöldi atkvæða bak við kjördæmakjörna þingmenn hefur verið mismunandi. Í þessu hefur falist öfugsnúin byggðastefna. Mín tillaga er sú að að sameina ber allt landið í eitt kjördæmi. Gefa ber kost á persónukosningu. Um leið ber að fækka þingmönnum á Alþingi úr 63 í 50 eða um 13 þingmenn. Nú er unnið að því að fækka fastanefndum þingsins. Ber um leið að fækka þingmönnum. Koma ber í veg fyrir að þingmenn sitji sem ráðherrar, heldur fái starfsfrið til að sinna þingmennskunni einni og þá þeirri nefndasetu sem þörf er á. Sérhæfir einstaklingar séu síðan kallaðir til ráðherrastarfa. Þeir hafi ekki kosningarrétt á Alþingi.
Frumvarp um fækkun nefnda komið fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek að sjálfsögðu undir þessar tillögur.
Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:27
Alveg rétt hjá þér!
, 17.2.2009 kl. 22:42
Þetta hljómar bara alls ekki svo vitlaust sko. Í það minnsta myndi ég glaður samþykkja að skera niður fjölda þingmanna - og setja tauma á allar þær nefndir sem stanslaust er verið að setja á laggirnar til að skoða hitt og þetta, jafnvel eru settar nefndir til að skoða verk annarra nefnda .. ussuss!
Knús í þitt hús kappi ..
Tiger, 18.2.2009 kl. 00:00
Já það verður að þétta alla lekandi krana og spara vatnið. Sparnaðu í ríkissrekstri verður að ná í gegnum ALLT kerfið. Allt frá ferðalögum og launuðum nefndasetustörfum til ljósritunarhylkja og skrifstofunúnaðar.
Allir verða að leggjast á eitt í hagræðingunni og endursköpun heilbrigðari samfélagsstjórnunar.
Baldur Gautur Baldursson, 19.2.2009 kl. 09:07
Jamm ég hef það gott hér í Svíaríki. Svíar hafa notið þeirrar blessunar að vera forsjálnari en Íslendingar. Lagt til hliðar fyrir "mögru árin" og því viðbúnir að takast betur á við áföllin þegar þau gerast. En þetta er erfitt fyrir marga sem núna í þúsundum er sagt upp. SAAB verður látið fara á hausinn, járniðnaðurinn er að segja upp fólki, Volvo er búið að segja upp um 20 000, atvinnuleysið er að rjúka upp og ungt fólk er að falla í stórskuldir vegna "SMS-lána", skyndilausna og slíks sem segir mest til um skammsýni fólks í dag og litla tilfinningu fyrir öryggi.
Baldur Gautur Baldursson, 20.2.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.