24.2.2009 | 09:33
Réttlátt krafa Steingríms og krossferð þjóðarinnar
Eftir að hafa heyrt fréttir af eign og kaupum íslenskra "fjármálamanna" á milljarðakróna íbúðum á bestu stöðum í Lundúnum, New York, skemmtisnekkjum, verslunum, uppkaupum á heilu sumarbústaðalöndunum, eyjum og laxveiðiám hér og þar, hér heima og erlendis, vakna vissar grunsemdir um að ekki hafi nú allt farið rétt fram. Milljarðakróna íbúð í New York og Lundúnum? Er þetta ekki einhver bilun?
Ég á litla íbúð í austurbænum í Reykjavík. Hún var sennilega um 16 milljóna króna virði fyrir um ári síðan. Ég á bara lítinn hluta í henni á móti íbúðalánasjóði og svo lífeyrissjóðinum mínum. Það mun taka mig allt lífið, gefið að ég verði sæmilega gamall, að borga íbúðina þannig að ég verði skuldlaus. Rétt eins og staðan er núna, sé ég reyndar fram á að mér muni vart endast ævin til að borga upp íbúðina. Á meðan kaupa í flottræfilshætti sínum aðilar úr "fjármálaheimi Íslands" milljarðakróna íbúðir. Og borga á borðið.
Ég er ekki súr og ekki bitur, langt í frá. En eftir að hafa sagt það svo oft áður, og löngu fyrir efnahagshrunið, að þetta stæðist ekki, stæðist ekki helstu viðurkennd lögmál - svíður að þetta fólk skuli komast upp með svona óheilbrigða fjármálastefnu sem kostað hefur þjóðina æruna.
Ég styð Steingrím Sigfússon heilshugar í aðgerðum hans. Öflum upplýsinga um hvað varð af auð Íslendinga og krefjumst endurgreiðslu og nauðungarsölu á verðmætum auðmanna. Hann er okkar Sigurður Fáfnisbani. Gullinu verðum við að ná undan drekanum Fáfni (auðmönnunum sem leika okkur svo hart).
Skattaskjól skoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1051369
Margir vildu Lilju kveðið hafa! Í Staksteinum Morgunblaðsins fyrir rúmum þremur árum var birtur pistillinn hér að neðan og má sjá að mönnum var eigi skemmt yfir umfjöllun ritstjórnar um tengsl þau sem verið var að rækta. Tilvitnun hefst:
Nú er sem sagt komið í ljós, að Morgunblaðið hefur ekki áttað sig fyllilega á pólitískri þýðingu þess, að efla tengslin við smáríki á borð við Lichtenstein, Andorra, Kýpur (heimilisfesti þeirra, sem vilja losna undan sköttum á Íslandi) og San Marínó. Og ekki ástæða til að gera lítið úr því.
Slík pólitísk tengsl geta t.d. hjálpað til við að finna skattsvikið fé, sem aftur eru rök fyrir því, að Ísland rækti pólitísk tengsl við Tortillaeyjur í Karíbahafinu en þangað liggja t.d. athyglisverðir þræðir úr íslenzku viðskiptalífi.
Morgunblaðið hafði heldur ekki áttað sig á því mikilvæga hlutverki, sem Albert fursti gegnir í rannsóknum á norðurslóðum og áhrifum loftslagsbreytinga á lífshætti og náttúru í þeim heimshluta og biðst velvirðingar á því. Orð forseta Íslands um mikilvægi framlags Alberts fursta verða ekki dregin í efa og sjálfsagt að fylgjast betur með framlagi furstans.
Hins vegar er erfitt að skilja athugasemdir forsetans við lýsingu Staksteina á Mónakó. Er það ekki staðreynd, að þar er að finna helztu spilavíti Evrópu og að þar er samkomustaður þotuliðsins? Hvað er ljótt við það?
Enginn hefur haldið því fram að forseti Íslands væri orðinn partur af því þotuliði.
PS: Af því að forsetinn flokkar Staksteina undir nafnlaus skrif er rétt að undirstrika að þessi dálkur hefur áratugum saman verið hluti af ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. Upplýsingar um ábyrgðarmann blaðsins og þar með ritstjórnargreina og þar með Staksteina má finna í Morgunblaðinu dag hvern." Tilvitnun lýkur
Flosi Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 09:57
Sæll Baldur. Takk f. að gerast bloggvinur minn.
Hvernig er staðan í Svíþjóð ?
Valdemar Ásgeirsson, bóndi á Auðkúlu, A-Hún. velar@emax.is
Valdemar K.T. Ásgeirsson, 24.2.2009 kl. 10:32
The Sunday Express said that Baugur executive chairman Jon Asgeir Johannesson and chief executive Gunnar Sigurdsson, awarded themselves a combined £857,000 pay rise before the company collapsed earlier this month. The newspaper reported that Johannesson boosted his salary to £802,000 from £220,000, and claimed £110,000 in expenses, according to Baugur UK’s accounts for the year to December 31, 2007. Sigurdsson’s pay rose from £200,000 to £475,000.
Eirikur , 24.2.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.