26.2.2009 | 22:42
Vitsgarn
Jæja, þá er maður búinn að redda sér vinnu næsta sumar. Þessi litla eyja í sænska Skerjagarðinum er litla eyríkið mitt næsta sumar. í sex vikur fæ ég að vera hæstráðandi á litla Vitsgarn og nærliggjandi eyjum. Andlegur leiðtogi eyjabúa og landstjóri. Jamm - þetta verður tvisvar þriggja vikna dvöl sem ég hef ráðið mig til þarna í sumarafleysingu sem prestur og hlakka ég mikið til.
Vonandi verður sumarið gott og hægt að sigla, synda og sóla.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta
Virkar mjög spennandi - svona Salt-Kráku ævintýri 
, 26.2.2009 kl. 23:21
Vá, yndislegt. Til hamingju með þetta
Sigrún Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:50
Gaman að heyra þetta, Baldur. Ég hef aðeins verið á einni sænskri eyju, Biskops Arnö, og það var yndislegt. – Beztu kveðjur,
Jón Valur Jensson, 2.3.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.