3.3.2009 | 08:05
Norðurlandabandalag
Ég verð að játa að þessi óslitni og sígjammandi áróður fyrir upptöku EURO er óttalega fátæklegur. Fréttin sjálf er leiðandi í skoðanamyndun einstaklinga og því pólitísk. Auðvitað myndi upptaka EURO hafa áhrif í Danmörku, það segir sig sjálft. Því fleiri lönd sem taka upp slíkan gjaldmiðil því erfiðara er að standa mót kröfum ESB sinna. Það sem þó verður æ augljósara í allir umræðunni og sérstaklega umræðunni um EURO eru hin eiginlegu reynsludæmi sem við sjáum og heyrum af nær hvern dag.
Austantjaldslönd eiga erfitt nú á tímum efnahagskreppunnar. Þau hafa flest gengið til liðs við ESB og þannig vonað á stöðugleika og að fá að njóta ávaxta hinna vestrænni Evrópuríkja hvað samstöðu, fyrrnefndan stöðugleika og opnari markaðshlutdeild snertir. En hvað gerist þegar skóinn tekur að kreppa? Gömlu ESB löndin storma út með viðbragðsáætlanir sínar og reyna að bjarga eigin skinni í krafti auðs síns og stórfyrirtækja og banka. Á meðan biðja nýju Austur-Evrópu ESB löndin um stöðugleika, ekki annað. Þau eru ekki með í áfallapakka Frakka eða Þjóðverja, þau eru ekki með! Sum þessara landa hafa tekið upp eða tengst EURO. Þessi lönd eru illa stödd í dag.
EURO er ekki bara stödd á hálu svelli, heldur og í ljótum dansi eigingirninnar og þar með tákngervingur ójöfnuðs og pólitískrar fyrirgreiðslustefnu stofnlandanna.
Það væri illur hlutur fyrir Dani að taka upp EURO. Það væri ENN VERRI hlutur fyrir Ísland að taka upp eða tengjast EURO.
Ég mæli fyrir sterku Norðurlandabandalagi sem myndi þýða náið samstarf í viðskiptum, stjórnkerfi, landhelgis og löggæslu, sama mynteining myndi vera nýtt og Norðurlandabandalagið mynd koma fram sem ein heil og sterk heild. Þetta er mögulegt. Hugsið ykkur stærð Norðurlandabandalagsins frá Svíþjóð/Finnlandi að Grænlandi, frá Norðurpól til miðs Atlantshafsins. Flugumsjón, fiskveiðiumsjón og landhelgisgæsla sameiginleg, sameiginleg tollastefna og viðskiptasamningar yrðu gerði fyrir 30 000 000 í stað 300 000. Það yrði hlustað á okkur.
Evruupptaka hefði áhrif í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Góð hugleiðing hjá þér, Baldur. Og þessi vitnisburður, góðir lesendur, kemur ekki frá Íslandi, heldur Evrópubandalagslandinu Svíþjóð, en þar er Baldur til heimilis. Það vill reyndar þannig til, að meiri hluta tímans síðan Svíar létu innlimast í bandalagið, hefur meiri hluti þeirra verið andvígur aðild að því. En sá meiri hluti ræður ekki, heldur kerfiskarlarnir.
Jón Valur Jensson, 3.3.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.