3.3.2009 | 19:31
Um list
Hvaða aðstæður þarf listin í dag til að þrífast? Eru til einhverjir alþjóðastaðlar sem krefjast milljarðakróna húsa? Ef við byggjum ekki tónlistarhús (sem jú alltaf er happadrætti hvað varðar hljómburð) erum við þá ekki menningarþjóð með menningarþjóðum. Ég tel, að í of mikið hafi verið ráðist af þjóð sem telur 300 000 fátækar hræður.
Stolt yfir menningu á ekkert skylt við milljarðakróna húsbyggingar. Við reisum ekki minnisvarða um fræga menn áður en þeir hafa verið fæddir, við klöppum ekki upp söngkonuna frægu sem er enn að leika sér í sandkassa. Við 300 000 manna þjóð byggjum ekki margnota tónlistarhús þegar næstum 10 milljón manna þjóð eins og Danir varð að þiggja óperuhús sitt úr höndum auðjöfurs, þar sem þjóðin ekki hafði ráð á slíku mannvirki sjálf. Við byggjum ekki fjölnota tónleikahús samtímis og við drögum úr tónmennt, greiðum ekki kennurum sómasamleg laun, tryggjum faglærða kennara í öllum skólum og getum ekki boðið upp á háskólavist án rokdýrra "innritunargjalda". Hver á síðan að "fylla þessa flík" sem saumuð er of stór? Ætlum við að kaupa inn erlenda menningarstarfsemi? Höfum við gleymt grasrótinni? Ég held að Íslendinga og þó sérstaklega Reykvíkingar hafi hressilega farið fram úr sjálfum sér. Milljarðakróna tónlistarhús á litla skerinu hans Jón Múla, glerhýsi barið eðju, sand- og saltblásti? Ég held í alvöru að fólki sér ekki sjálfrátt!
Tekist á um Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Við nú verandi aðstæður á Íslandi, er þessi fjáraustur í tónlistarhúsið geðveikt og fjarstæðukennt bull. Þorgerður Katrín, Hanna Birna og Katrín litla hafa gers sekar um svo afgerandi dómgreindarskort og veruleikafyrringu, þegar þær allar lýsa því yfir innfjálgar á svip, að þetta minnismerki um Björgólf G. og Þóru konu hans sé "algert forgangsverkefni til að halda áfram með". Á sama tíma og við gátum ekki fjármagnað grunnþjónustu samfélagsins. "Þetta kostar ekki nema 14 til 15 miljarða" sagði Kata litla, og hinar kinka kolli!! Þetta er bilun. Fólk sem hagar sér svona á að segja af sér samstundis! Við þessar aðstæður verður að skilja á milli þess sem er bráðnauðsynlegt og þess sem fólk langar til, en getur ekki veitt sér. Tónlistarhús í höfninni er ekki nauðsyn, það er nú þegar ti nóg húsnæði á Íslandi. Þó byggt hafi verið svona hús við höfn í Ástralíu, þá passar það ekki hér núna: Rök: Það stefnir í að innan fárra vikna verði 20 þúsund fyrirvinnur heimila án atvinnu. Ríki og borg rekin á lánum og yfirdrætti, heilbrigiskerfið lamað vegna fjárskorts, skólarnir sömuleiðis og svo mætti lengi telja. Þá að henda stórfé í þetta skrímsli í Reykjavíkurhöfn. Hver gaf ykkur umboð til þess að skrifa uppá þessa fáránlegu ákvörðun þið Hanna Birna og Katrín Jakobsdóttir? Tæplega við sem eigum að borga þessa lönguvitleysu ykkar!!!
Stefán Lárus Pálsson, 3.3.2009 kl. 20:48
Þessi ákvörðun " stelpnanna" er gott dæmi um samtryggingu stjórmálamanna. Það gildir einu, úr hvaða flokki þetta fólk kemur. Dagur B. Eggertsson myndi líka hafa samþykkt þessi brjálæðislegu áform, tel ég. Þetta er fyrst og síðast spurningin um að veiða atkvæði okkar, sem borga munu brúsann ?
Eigum við ekki að fresta ákvörðun um áframhaldandi vitleysu við Reykjavíkurhöfn um tvö ár eða svo ? Spyr sá . sem ekki veit.
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 3.3.2009 kl. 21:06
Baldur, ég er komin með lausn að nýtingu hússins næsta áratug eða svo. Staðsetningin er einkar hagstæð fiskverkendum
Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:42
Það verður þá að minnsta kosti "peningalykt" í húsinu. Ekki "skuldalykt (sem er lyktin af nýjum jakkafötum og Lýsing-innanbæjarjeppa".
Baldur Gautur Baldursson, 4.3.2009 kl. 19:36
Ég er hjartanlega sammála þér, það átti náttúrulega aldrei að byrja á þessu, en er ekki ódýrara að klára dæmið, fyrst verkið er komið svona langt á leið, ef við stoppum núna, þá er líklegt að húsnæðið verði orðið mjög skemmt ef ekki ónítt þegar ástandið verður betra, svo mín skoðun er sú að betra er að klára vitleysuna.
Sölvi Breiðfjörð , 5.3.2009 kl. 09:36
Þetta var algert glapræði í upphafi en eiginlega ekki hægt að hætta við bygginguna héðan af - a.m.k. verður að klára að gera það fokhelt og jafnvel tilbúið að utan svo það skemmist ekki. Síðan má bara taka hluta þess í notkun eftir því sem aðstæður leyfa. En þetta er svona svipað monster og hátæknisjúkrahúsið sem fyrirhugað er að reisa í Vatnsmýrinni. Peningasuga sem ekki skilar neinu til baka.
, 5.3.2009 kl. 16:55
Hafa einhverjir leitt hugann að því, hvernig Salurinn í Kópavogi "beri sig"? Eða félagsheimilin víða um land? Eða allar íþróttahallirnar í Reykjavík? Ætlar einhver að segja mér, að þetta hafi allt verið byggt með peningum félaganna einna, án styrkja frá ríki og borg o.s.frv.?
Um helmingurinn af Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu verið rekinn í öðru skyni en tónlistarlegu – og miðað við að standa undir sér. Það voru kannski stóru mistökin að tengja þetta tvennt saman.
Og gleymið því ekki, að þetta verður ekki eingöngu fyrir klassíska og sinfóníska tónlist, heldur jazz og popp og rokk að auki.
Jón Valur Jensson, 5.3.2009 kl. 22:24
... verður rekinn ..., vildi ég sagt hafa.
Jón Valur Jensson, 5.3.2009 kl. 22:28
Skarplega athugað Jón Valur!
Baldur Gautur Baldursson, 6.3.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.