Það er blessuð blíðan, eða?

Óveður á Kjalarnesi, ófært á Fróðárheiði og Öxi lokuð. Hér í Stokkhólmi hefur snjórinn aldrei náð meir en 15cm þykkt og hér verður sjaldan verulegt rok.  Kuldinn hefur farið niður í -16°C, en þá hafa verið stillur og besta veður. Aðal vandamálið er að jafnvel þótt daginn sé farið að lengja er búið að vera þungskýjað hér yfir Svealandi mjög lengi.  Stokkhólmur hefur ekki séð sól í næstum því 9 daga.

Ekki sólarglennu!  Kannski að sólin hafi farið í "sólsemester". Það er nú farið að nálgast þann daginn að ég leggi mig í ljósabekk og safni svolítið lit á mig. Fólk er farið að labba á mig, líklega er ég gegnsær orðinn af ljósleysi, svona eins og kúpifiskur. Sá að kona í strætó var að reyna að lesa auglýsingu í gegnum mig í gær!  Skúmt!!!

 vegagerdin

Nú var ég að heyra í veðurfréttunum að það gæti farið að snjóa úr þessum grámuggulegu og þungu skýjum sem hanga hér yfir þessari fallegu borg. Vonandi fer svo vorið að koma. Finnst eins og maður sé að sofna þótt maður sé nývaknaður. Ég þarf bara á sól að halda, D-vítamín í kroppinn.


mbl.is Víða þæfingsfærð á heiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hér á Selfossi er sólin ekkert að fela sig þótt úti sé snór og frost. Og andlitin á börnunum eru farin að litast þar sem þau ná að gægjast fram úr lambhúshettunum  Vonandi fer sólin að skína á ykkur í Svíaríki líka

, 9.3.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband