Vakna, Síons vörður kallar!

Þjóðkirkjan, stærsta kirkjudeild á Íslandi er að tapa meðlimum svo að það bara æpir á mann. Eru Íslendingar búnir að finna eitthvað betra eða eru þeir ekki eins andlegir og sækja ekki eins í þekkinguna um Guð og áður?   Af hverju flýr fólkið Þjóðkirkjuna?  "Biðjandi, boðandi, þjónandi" eru einkunnarorð Þjóðkirkjunnar í "lógói" hennar.  Hvað getum við gert til að bæta, laga og boða?   Tölfræðin talar fyrir sig sjálfa (tilv. Hagstofa Íslands):

Ár

Mannfjöldi alls á ÍslandiFjölgunSkráðir meðlimir ÞjóðkirkjunnarBreyting milli ára (einstaklingar)
1994265.064 244.925-397
1995266.978 245.049-653
1996267.958 244.060-2.237
1997269.874 244.684-912
1998272.381 246.012-617
1999275.712 247.245-882
2000279.049 248.411-931
2001283.361 249.256-765
2002286.575 249.456-686
2003288.471 250.051-843
2004290.570 250.661-953
2005293.577 251.728-851
2006299.891 252.234-1.212
2007307.672 252.461-1.484
2008313.376 252.948-1.230

Þetta vekur vissulega spurningar um hvar við getum bætt okkur.  Ég tel að eitthvað liggi að baki þessari tölfræði sem taka ber alvarlega.  


mbl.is Ekki sjálfgefið að trúin sé meðfædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kannski er málið það að hluti af því fólki sem er ekki kristið en er skráð í ríkiskirkjuna frá fæðingu er að skrá sig úr henni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Jú, það kann sannarlega að vera orsökin - meðal annara þátta!

Baldur Gautur Baldursson, 14.3.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Baldur þetta eru nú ekki mikil afföll. Ekki gleyma linnulausum áróðri Siðmenntar og Vantrúar síðustu 3 ár. En árangurinn er ekki mikill. Ef við leggjum saman alla kristna menn hvar í flokki sem þeir eru þá telst Íslensk þjóð afar kristin. Góðu fréttirnar eru þær að fólk fer mun meira í kirkju í dag til að sækja sér styrk og huggun. Um það eru flestir sammála.

En það er nú mitt persónulega mat að Þjóðkirkjan gæti reynt meira að ná til ungs fólk t.d. með því að breyta út frá stífu sálmafyrirkomulagi sem aðeins menntaðir söngvarar geta fylgt. Það má aðeins poppa hlutina upp.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef við leggjum saman alla kristna menn hvar í flokki sem þeir eru þá telst Íslensk þjóð afar kristin.

Ertu að tala um að fólk sé kristið í raun og veru, eða þá að það sé skráð í kristin trúfélög?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.3.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Skráning í trúfélag segir ekki allt um trú fólks. Kannski þeir sem sitja eftir í trúfélögum sem láta sig ekkert varða hvort þeir finna til samkenndar og upplifa sig sem hluta safnaðar.  Ég veit ekki. !

Baldur Gautur Baldursson, 18.3.2009 kl. 07:46

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég myndi segja að trúfélagaskráning á Íslandi segi manni oftast afar lítið um trú fólks, það er nefnilega svo mikið af fólki sem er skráð í kristið trúfélag (ríkiskirkjuna það er að segja) án þess að vera kristið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband