17.3.2009 | 18:27
Pre-Rafaelítar
Eftir ađ hafa haft hádegismessu í Jakobskirkjunni og stuttan fyrirlestur um Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar á sama stađ, átti ég stefnumót viđ góđa vinkonu mína og vinnufélaga Elínu Elfström. Hún er listnemi og framúrskarandi góđur portrettmálari. Viđ höfđum semsagt ákveđiđ í dag ađ hittast og fara í Ríkislistasafniđ hérna úti á Blasieholmen, Nationalmuseum. Nýveriđ var sett upp ný og áhugaverđ sýning á verkum hinna svokölluđu "Prerafaelíta". Líklega er best ađ setja strik milli Pre og Rafaelíta til glöggvunar á sjálfu heitinu.
Hér til hćgri getur ađ líta eitt af höfuđverkum ţessa stórmerka hóps breskra listamanna. Málverkiđ ber nafniđ "Vanity" eđa "Hégómi". Myndin er máluđ af einum síđasta prerafaelítanum; Frank Cadogan Cowper[1877-1958] áriđ 1907. Myndin er í eigu Royal Academi of Arts, London.
Margir frćgir listamenn stóđu framarlega í fylkingu pre-rafaelítarna. Nefna má Dante Gabriel Rosetti, Ford Madox Brown, John Brett, William Holman Hunt, John Everett Millais, Edward Burne-Jones og Henry Wallis.
Hreyfing Pre-Rafaelítarna var stofnuđ 1848 af Holman Hunt og John Everett Millais. Nafn hreyfingarinnar er dregiđ af ţeirri tilraun (og í mörgum tilfellum tókst ţeim vel upp) ađ endurskapa ţá ađferđafrćđi sem lá ađ baki málverkum endurreisnarinnar sem tilkom fyrir tíma hins frćga endurreisnarmála Rafaels. Táknfrćđi, tungumál listarinnar fékk hér ađalhlutverkiđ og margslungnar myndir, sem ekki eru lausar viđ hiđ draumkennda og vissa munúđ samtímis og frómheit upphefjast međ riddaramennsku og nostalgíu. Riddarasögur, gođafrćđi, gullaldarritverk breskrar tungu og viktoríanskt líf skapar hér ramman um hreyfinguna. Hreyfingin átti sín bestu vaxtarskilyrđi í Bretlandi, en breiđist út og nćr fótfestu í hinum svokallađa júgend stíl eđa art nouveau.Art and Crafts hreyfingin (međ sínum iđnađarinnslögum) tók víđa vel í hiđ dekoratíva eđa skreytilist Pre-Rafaelítanna. Svo ţeir voru framarlega í listsköpun síns tíma og ţess sem koma skyldi. Synd vćri ţví ađ segja ađ módernisminn hefđi einvörđungu átt upphaf sitt í Frakklandi í hverfunum kringum Sacre-Coeur kirkjuna. :)
Međal listamanna Pre-Rafaelítanna voru nokkrar konur sem voru engir eftirbátar karlanna sem grundvallađ höfđu hreyfinguna. Ein sú frćgasta var Elizabeth Siddal.
Hér til vinstri gefur ađ líta málverk Dante Gabriel Rosetti [1829-1862] "Venus Verticordia" frá 1864-1868.
Sem sagt: Frábćr sýning og metnađarfull. :)
Lykilorđ: Pre Raphaelite Brotherhood / Pre-Raphaelites / Pre-Raphaelites / Rafaelítar
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Svíţjóđ | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir fróđleikinn
, 18.3.2009 kl. 10:19
Vonandi verđur ţessi sýning einhverntíma möguleg á Íslandi.
Baldur Gautur Baldursson, 18.3.2009 kl. 20:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.