31.3.2009 | 09:58
Vorboðarnir góðu
Hérna fyrir utan hjá mér í norður Stokkhólmi eru farnir að skjóta upp kollinum vorboðarnir góðu. Litlir laukar hér og þar í glöðum litum sem skrækja í kapp við hvern annan "Vor, vor, vor....".
Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan við húsið. Já, núna er komið vor með +9°C og sól. Vonandi er vorið líka á leið til Íslands nú þegar ég er væntanlegur þangað. B
Bestu kveðjur í sól og vori!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Svíþjóð, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Ljúft að vita að vorið er að nálgast, er orðin ansi þreytt á kuldanum hér heima.
Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.