14.4.2009 | 06:32
Yfirlýsingar Guðlaugs Þórs hvítþvo hvorki hann né flokkinn
Eitt það versta sem stjórnmálamaður verður fyrir, er að fólk hættir að láta sig hann varða. Í tilfelli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar virðist þetta ekki vera komið svo langt, enn. Guðlaugur er í erfiðri stöðu og siðferðisspurningarnar hrannast upp allt í kringum hann og Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn og nokkrir meðlimir hans hafa gerst sekir um siðlaust og mögulega löglausa innsöfnun á stórum fjárhæðum til flokksins.
Til að hvítþvo sig, vill Gunnlaugur nú misnota Ríkisendurskoðun til að annast þvottinn, en sjálfur vill hann ókunnugur um eitt eða neitt standa hjá og brosa sakleysisbrosi mót almenningi. En Guðlaugur Þór virðist vera að stíga í eigin gildru. Hann áttar sig greinilega ekki á að almenningur er að fá nóg af spillingu stjórnmálamanna.
Það versta er að gerast: Fólki er sama. Það er orðið áhugalaust og Guðlaugur Þór er ekki lengur áhugaverður. Hann er með allt niður um sig og stjórnmálaframtíð hans er á lokasprettinum. Nú situr ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, svo ekki er hægt að gera hann að yfirmanni einhverrar stofnunarinnar eða sendiherra. Þetta eru erfið mál fyrir Sjálfstæðisflokk.
Spillingarmálin hrannast upp og unga kynslóðin hefur ekki látið sitt eftir liggja. Græðgin hefur verið söm við sig, engin kynslóðamunur þar!
Óskar úttektar á störfum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.