29.4.2009 | 19:07
Vor i Stokkhólmi
Tók nokkrar myndir í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Sakuru-trén blómstra og búið er að setja alla gosbrunna í gang í borginni. Þetta er falleg sýn og maður kemst sannarlega í gott sumarskap.
Smellið á myndina til að stækka hana:
Kungsträdgården i Stokkhólmi. Sakuru trén blómstra við nyrsta gosbrunninn í garðinum. Sankti Jakobskirkjan í bakgrunni, rauð og reisuleg. Kirkja kennd við Jakob hinn eldri, hefur staðið sannanlega á þessum stað síðan 1311. Þessi kirkja (á myndinni) var byggð á árunum 1588-1642 (vígð fyrsta í aðventu 1643 í nærveru Kristínu drottningar).
Myndin tekin 29.04.2009, kl. 09:40. (BGB)
Athugasemdir
Yndislegt
Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 21:07
Þetta er bara flott mynd.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.