Af hundum og ræktendum þeirra

Margir hundar af hinum svokölluðu "fínni tegundum" þeir sem ættbókarfærðir og hreinræktaðastir eru, eru margir helsjúkir, þjást og eiga við geðræn vandamál - en þeir eru ekki einir um það, heldur virðast margir þeir sem að baki þeim standa vera enn verr á sig komnir.

Svenska Kennelklubben, eða samsvarandi fyrirbæri og Hundaræktarfélag Íslands, hefur sett út viðvörun núna.  Gallarnir, hliðarverkanir sérræktunar hundategunda af nokkrum tilgreindum tegundum hefur farið úr böndunum. Litlu loðnu vinirnir, þ.e.a.s. hundarnir fínu, lifa stutt ævi, eiga margir við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líða vítiskvalir vegna gigtar, öndunarsjúkdóma, húðsjúkdóma, blindu og annarra sjúkdóma.

Í frétt Götelands-Posten segir formaður Svenska Kennelklúbbsins að ræktunin hafi farið gersamlega úr böndunum og gefur því félagið út alvarlega viðvörun. Í frétt Metro í dag, 06.05.2009 s. 15. kemur fram að skv. formanni Dýralæknasambandsins, Johans Beck-Friis, segir að dýraverndunarlögum hafi ekki verið beitt gegn ræktendum hreinræktuðu hundanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktunarfélagi Svíþjóðar, segir að þær hundategundir sem verst sé komið á fyrir sé hægt að telja: Enskan bulldog, Mastina Napoletano, Shar Pei, Chow-Chow, Basset, Franska bulldog og Pekiníser.

Hverskonar óguðlegar viðbjóðslegar manneskjur erum við að breytast í.  Að skapa þjáningar fyrir saklaus dýrin.  Hverskonar frankensteinsk vinnubrögð eru þetta. Líklega hefði Jósep Mengele verið stoltur af dugnaði og viðbjóði slíkrar dýraplágunnar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Takk fyrir þetta innlegg Baldur minn. Maður veltir því fyrir sér hvað við, mannfólkið erum að gera greyið hundunum (og fleiri dýrum). Svíar hafa gert lista, sem á að fara til dómara á hundasýningum þar sem segir hvað þeir eigi að dæma niður hjá hverri tegund á listanum. Frábært framtak hjá Svíunum, sem ég vona að HRFÍ hafi eftir þeim. Hugsa sér að útlit hunda skuli skipta "okkur" meira máli en almenn vellíðan þeirra.

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér verður hugsað til heilags Frans frá Assisi sem hefur orðið verndardýrðlingur dýranna.  Það er ljótt að sjá hverskonar viðbjóðinn sem viðgengst í ræktunarklúbbum og afsakað er með "ræktunarnormum" og reglum. Það er manneskjan sem farin er að leika einhversskonar illa skapara, handbendi illskunnar i hundaræktunarheiminum.  HRFÍ ætti að stríða mót þessari óheillaþróun og ganga í lið með þeim sem eru á réttri braut og "vinna ljóssins verk meðan dagur er".

Dýrin eiga engan umboðsmann! Þannig eru þau ekki réttmeiri en þær reglur sem við setjum um þau og vernd þeirra og sá réttur er bundinn því að við látum okkur varða líðan þeirra.  Annars eru reglubókstafir dauð orð og setningar.

Baldur Gautur Baldursson, 6.5.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband