Stór orð...

Það er svo hryggilegt að Íslendingar, sem staðið hafa í sjálfstæðisbaráttu á ný núna á sl. ári og krafist hafa nýs lýðræðis skuli vera svo viljugir að gefa frá sér ávinning þessar baráttu. Eftir nokkra daga kjósa Svíar til Evrópuþingsins. Þetta eru nokkrir fulltrúar sænsku þjóðarinnar sem kosnir eru af þjóðinni til setu á þinginu og sem síðan eiga að sjá um verndun lýðræðis innan bandalagsins.

Það er búist við að tæplega 40% af þjóðinni kjósi í þessum kosningum.  Þjóðinni er sama. Þjóðinni veit að það er ekki verið að kjósa um áhrif í ESB, þjóð veit að hvernig sem kosningarnar fari muni áhrif Svía (9,5 milljónir) ekki skipta neinu og hafa sáralítil áhrif.  Því er búist við að tæplega 40% atkvæðisbærra mæti á kjörstað. 

Það er skilyrði lýðræðis að það sé virkt og með þátttöku stórs hlut þjóðarinnar.  Staðan er því svo nú, að lýðræðiselskandi Svíar vita að atkvæði þeirra munu ekki hafa nein áhrif á stefnu og stjórnun ESB.   Geta má þess að búist er við 11% þátttöku í Póllandi í sambærilegum kosningum. 

Er þetta ólýðræðislega fyrirbæri, ESB virkilega það sem þjóðin vill ganga til liðs við?   Vilja þingmenn og ráðherrar VIRKILEGA selja íslenskt sjálfstæði og lýðræði í hendur erlends valds?   Þess valds þar sem aðildarþjóðir hafa barist á banaspjótum og startað heimstyrjöldum vegna ólíkra skoðana og lífssýnar?   Ég segi NEI TAKK!


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég segi líka NEI TAKK Baldur og bý ég nú líka innan vébanda stórríkis ESB eða á Spáni og þar áður bjó ég í Bretlandi. Áður fyrr var ég frekar hlynntur þessu ESB samstarfi en eftir að ég kynnist þessu innan frá og sé hvert stefnir með ólýðræðinu og kerfisvæðingunni því meiri viðbjóði fyllist ég á þesu apparati sem er vonlaust til þess að stjórna einu eðaneinu.

Ég hef aðeins séð til starfshátta þessa svokallaða Evrópuþings sem er því miður ekkert annað en sýnishorn af sýndarmennsku á lýðræði. 

Skilgetið afkvæmi skriffinnsku alræðisins sem sér um að mata þingið á því sem það má fjalla um.

Hreinn skrípaleikur !

Ég vona svo sannarlega að við glutrum ekki niður okkar annars að mörgu leiti ágæta lýrðæði sem við höfum í okkar sjálfstæða landi.

Gunnlaugur I., 14.5.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

ESB er skrímsl sem varast ber.  Fyrirbæri þar sem einstaklingurinn skiptir ekki máli og þar sem blóðugar byltingar eru eini vegurinn til að fá hljómgrunn fyrir sín mál!

Viljum við vera í bandalagi með þjóðum sem fyrir 19 árum stóðu fyrir þjóðarmorðum, þrælabúðum, kerfisbundnum nauðgunum og útrýmingu (Balkanskaginn), viljum við teljast með þjóðum sem telja dauðarefsingu sem ákjósanlega "lausn" í refsiramma sínum. Viljum við teljast til landa sem hundelta, refsa og misþyrma samkynhneigðum?   Viljum við teljast til landa sem vilja hafa ákveðinn hluta þjóðarinnar atvinnulaus (þar sem fjórða kynslóð atvinnuleysingja er álitin "ok"?   Viljum við teljast til landa sem opið hata nágranna sína og hafa háð 2 heimstyrjaldir þar sem milljónir og aftur milljónir hafa látist, án þess að það leiddi til neins góðs?

Baldur Gautur Baldursson, 15.5.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband