Kominn aftur heim til Stokkhólms - pílgrímsferð lokið

DSCF2565
Sultan Ahmet moskan, Istanbúl [1609-1616] (flóðlýst)
 

Jæja, þá er maður kominn heim. Úr 26°C og sól í 15°C og rigningu.  Ég hef átt yndislega daga í Istanbúl og kem ég til með að setja fram bæði myndir og texta frá þeirri ferð (16.05.2009-23.05.2009) í framtíðinni.  Ég er búinn að vera á fótum síðan klukkan 04:15 í morgun svo ég læt þennan texta vera einslags tilkynningaskyldu. Skrifa meira síðar og sleppi þá nokkrum smáatriðum með.

Ég get þó sagt að í gærkvöldi sat ég kvöldverðarboð með ferðafélögunum, prófessorum og fararstjórum á hóteli í elsta borgarhluta Istanbúl. Á þeim stað þar sem keisarar austrómverska ríkisins byggðu borgina Konstantínópel, sem hina "Nýju Róm". Útsýnið var stórkostlegt. Út yfir Topkapi-hallargarða soldánanna, yfir Hagia Sofía (framborið: Ajasofia), yfir Gullna hornið og yfir Sultan Ahmet moskuna.  Við sólsetur byrjuðu bænaköllin sem fóru sem eldur í sinu um alla borgina. þetta var ólýsanlegt!

Best að fara pakka upp og þvo þvott!   Bestu kveðjur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband