8.6.2009 | 17:19
Orð skulu standa, skuldbindingar eru orð!
Orð skulu standa. Það er skrýtið að rísa upp á afturlappirnar og reyna að slá sig til riddara nú þegar samningaviðræður eru svo til um garð gengnar. Sumir, og þá meðtalinn Þór Saari, reyna að sækja styrk og vinsældir til óánægðra Íslendinga. Það er nóg af þeim og ljóst að fólk á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Málið er bara ekki svo einfalt. Skoðum hvað gerðist:
Stjórnarsamstarf það sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu lengst að setti sér reglur í því bankakerfi og því fjármálaumhverfi sem ríkti á uppgangsárum íslenskra útrásarmanna. Öllum fannst ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, allt gekk svo vel og grunnhyggni sem hönd í hönd með fullkomu ábyrgðarleysi leiddi íslensku stjórnvöldin til skrifa upp á óúfylltar ávísanir fyrir einkaaðila. Fullkomið ábyrgðarleysi fyrri ríkisstjórna er upphafið á vanda Íslands þjóðar í dag. Að íslensk stjórnvöld skyldu ganga í svo stórar ábyrgðir fyrir bankanna vara banabitinn.
Ef við viljum að Ísland og Íslendingar séu teknir alvarlega í alþjóðsamhengi, verðum við að vera gerendur orða okkar, standa við sögð orð og axa ábyrgð á þeim skuldbindingum sem við höfum gengist fyrir. Þetta er sárt! Mjög sárt! En það sem stjórnvöld eru að reyna að gera nú er að borga brúsann, borga reikninginn fyrir fyllerí fyrri ríkisstjórnar, "fjármagnseigenda" og spilavítisskuldir þeirra. Ef ekki verða handrukkarar ESB, IMF og alþjóðasamfélagsins gerðir út af örkinni. Viljum við það og verða lúta afarkostum og gerð "tilboð sem við getum ekki hafnað" svo ég vitni í The Godfather I. kvikmyndina - því í slíkum félagsskap myndum við finna okkur innan skamms.
Slappið af og refsið þeim sem refsinguna eiga skilið. Núverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er bara að reyna moka skítinn eftir ríkisstjórnir Geirs Haarde, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar.
Samið af sér með skammarlegum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já Borgarahreyfingin er svolítið að blotta sig þessa daganna sem frekar innihaldslaus hreyfing, og virðist ætla gera út á upphrópunarpólitík í stað þess að sýna ábyrgð..
Tek annars undir orð þín Baldur.
hilmar jónsson, 8.6.2009 kl. 17:26
http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/892372/#comment2451072
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:32
Sækja styrk og vinsælda til óánægðra Íslendinga?
Gæti ekki verið að Þór Saari sé einn þessara óánægðu Íslendinga? eins og ég!
Það er auðvelt að koma með stór orð á þessari síðu búandi í Svíþjóð ... á meðan við hin sem borgum hér skatta og horfum upp á íbúðarlán okkar hækka um milljónir ... og ríkisstjórnin bætir bara á skuldabúnkann hundruðum milljarða án þess að blikna.
Jæja, nóg um það ... hafðu það gott í Svíþjóð félagi. Við stöndum vaktina hér á meðan.
ThoR-E, 8.6.2009 kl. 19:45
Sammála þér Baldur þótt sárt sé.
, 8.6.2009 kl. 20:53
AceR: Það er leitt að heyra að þú sérð ekki að ég er að mæla mót óréttinu. Fjarlægðin hefur ekki gert fjöllin blá fyrir mér, ég sé ekki allt í hyllingum og því síður líð ég af ESB-blindu þótt ég sé búsettur í Svíþjóð. Ég sé kannski hvað hörmungin ESB er að gera sænsku samfélagi. Hér eru nýafstaðnar kosningar til evrópuþings. Aðeins um 43% greiddu atkvæði. Lýðræðið er að deyja í ESB, rétt eins og því er ætlað að gera. Stofnanaveldið er að kaffæra allt og reglugerðirnar slíkur skógur orðinn að ógerlegt er að koma nokkru til leiðar sem ekki á upphaf sitt og endi í Bruxelles.
Elsku kallinn AceR: Ég greiði skatta Á ÍSLANDI, ég greiði full gjöld til ríkissjóðs og borgar Á ÍSLANDI. Ég stend í skilum við opinberar stofnanir Á ÍSLANDI. Ég á íbúð sem er skuldsett og ég er að greiða sjúka vexti (með þakkarkveðju til ESB og IMF) Á ÍSLANDI.
Baldur Gautur Baldursson, 8.6.2009 kl. 21:40
Mér þykir leitt að heyra að þú eigir hér húsnæði með verðtryggðu láni ...
Einmitt ... við getum þakkað fyrir þetta. Kærlega alveg .. elsku kallinn minn .. ;)
ThoR-E, 9.6.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.