19.6.2009 | 18:42
Þjóðkirkjan á villigötum
Fyrir hvað hefur biskupsstofa og kirkjuráð beðist afsökunar? Það eru vissulega hlutir sem biskupsstofa mætti biðjast afsökunar á, það má ég vita. En að sverta svo minningu látins manns; að taka undir gömul ósönnuð kærumál á hendur hinum sáluga herra Ólafi biskupi Skúlasyni, er svívirða. Minning góðs og mæts manns er svert um ókomin ár. Nornaveiðar hafa verið settar í gang eftir alda hlé.
Þetta var ljótt, mjög ljótt! Ég votta minningu biskups míns, herra Ólafi virðingu mína og bið góðan Guð minn að stýra svo málum í kirkju sinni, að látnir fái frið.
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Karl Sigurbjörnsson hefur vonandi beðist afsökunar á því að reyna að fá konurnar til þess að kæra ekki vegna þess að það væru svo dýrt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.6.2009 kl. 18:49
Ertu með þessum hörðu orðum að segja segja að konurnar séu að ljúga? Á það að vera hinn opinberi sannleikur? Er í lagi að þú svívirðir þær með þessum sterku og tillitsslausu orðum þínum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 19:14
Sigurður Þór: Nei það er ég ekki að segja. Skrýtið að þú skulir sjá það út úr textanum mínum. Ég svívirði ekki neinn. Alls engan. Hitt vil ég segja að hvaða vörnum er við komið fyrir hálfu herra Ólafs biskups? Engum.
Það sem kirkjan gerir er að samþykkja kærur kvennanna nú þegar forsendur til varnar fyrir mótaðilan eru ekki til staðar. Af slíkum vinnubrögðum er enginn sómi. Leggðu mér ekki orð í munn.
Baldur Gautur Baldursson, 19.6.2009 kl. 19:18
Það er þessi harka sem er í orðum þínum sem fær mig til að segja þetta:''Þetta var ljótt, mjög ljótt", ''svívirða'', ''sverta minningu'', ''nornaveiðar''. Hvergi kemur fram minnsta tilfinninning fyrir því að hugsanlega séu konurnar að segja satt, go að kirkjan hafi einmitt vísað þeim frá á sínum tíma, ekki gefið þeim tækifæri, til að tala máli sínu, með svipuðu hugarfari og birtist í þessum ótrúlega hörðu orðum þínum. Það sem kirkjan er að harma er að hafa ekki gefið konunum tækifæri, hún er ekki að leggja efnislegan dóm á ásakanirnar. En þó orðum þínum sé beint að kirkjunni en ekki konunum er vanþóknun þín í þeirra garð alveg augljós. Ef þær læsu orð þín, hvernig heldur þú að þeim verði við að lesa þessi ljótu, ljótu orð þín sem þú tengir máli þeirra? En það skiptir ekki máli greinilega, þær eru ekki menn kirkjunnar, þær eru bara konur sem ekki var hlustað á, sem haldið var niðri með kúgun og hörku, sömu hörku og endurspeglast í orðum þínum. Þú ert að saka konurnar um nornaveiðar, líkja þeim við nornir, af því að það voru þær sem komu málinu af stað, án þeirra væri ekkert mál. Svívirðu þína í þeirra garð birtirðu án miskunnar með mikilli vanþóknun á opinberu bloggi. Þú ættir að draga orð þín til baka og biðja konurnar afsökunar. Eftir því er beðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 19:32
„Ég bið þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið," sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands. Sagði biskup ennfremur að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kynferðisbrotamála í kirkjunni.
Takið eftir þessu, þeir eru með sér reglur innan kirkjunnar í kynferðibrotamálum og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir að segja frá því, ósvífnin er svo mikil, og þrátt fyrir að í lögum sé það algjörlega skýrt að svona mál eiga fara beinustu leið inn á borð næstu barnaverndarnefndar eða til lögreglu en ekki að tefjast inn í einhverju fagráði innan kirkjunnar, mig reyndar undrar að félagsráðgjafar landsins upp til hópa skuli ekki krefjast þess að þetta fagráð verði lagt niður. Eina ástæðan fyrir þessu fagráði er að sópa kynferðisbrotamálum kikjunnar undir teppið. Eru þetta kristilegu gildin svo kölluðu. Lesið eftirfarandi.
Tveir biskupar í málinu
En að lokum þá skil ég ekki hvernig konur yfir höfuð geta verið í þessum trúarsöfnuði. Trúin verðleggur konur á við meðal stór húsdýr samkvæmt kristni. Ef konu er nauðgað og hún öskrar ekki nógu hátt svo í henni heyrist, þá á samkvæmt lögmálum guðs að grýta konuna til dauða. Svo vilja konur vera í þessu félagi og sumar þeirra eru meira að segja prestar. Magnaður fjandi!Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi," segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli" hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. (Þetta eru mennirnir sem ættu persónulega að biðjast afsökunar á dómgreindarskorti sínum).
Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.