Auðvitað, en ekki hvað?

Fyrir það fyrsta áttu íslensk stjórnvöld að láta erlenda sérfræðinga annast samningagerð fyrir ríkisstjórnina. Ég segi ríkisstjórnina því það er hún og bara hún sem gerir þessa ICESAVE-samninga. Síðan verður þjóðinni sendur reikningurinn.  

Í öðru lagi tel ég að það hefði verið sjálfsögð vinnubrögð að fela viðeigandi deildum Háskóla Íslands að skoða og leggja mat á samninginn, hluta hans og sem heild. Þar hefði strax átt að kalla saman sérfræðinga í Evrópurétti, stjórnsýslu, lögum, viðskipta- og hagfræði, siðfræði og sagnfræði.  Þetta hefði ekki einusinni þurft að nefna, svo sjálfsagt tel ég að þetta hefði verið. Svo mikið er í húfi.

Vegna þess að Íslendingar fengu ekki að rétta við mannorð sitt á sviðið alþjóðasamfélagsins, með því að sækja bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita í fullkomnum órétti Ísland og íslenskt fjármálakerfi þeim órétti að beita hryðjuverkalögum - tel ég fyllilega rétt að þjóðin eigi síðasta orðið hvað snertir ICESAVE samningana.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Island blir plundrat

Sæll Baldur. Ég skrifðaði (af vanmætti) pistil á sænsku um ESB (20 ár síðan ég var í Svíþjóð og því farin að ryðga í skrifum á sænsku) en ef þú getur flikkað þetta til og komið á framfæri þá er það gott.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.7.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég skal skoða.... Það sem þú skrifar er vart hægt að laga. Góður og málefnalegur texti  :)

Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband