25.7.2009 | 21:20
Bloggfrí - aftur út í skerjagarðinn
SKERJAGARÐURIN SYÐRI
Mynd frá Vitsgarn. Séð yfir til austurenda eyjarinnar Märsgarn og síðan upp á fastlandið. (Mynd: BGB)
Jæja, þá er kominn tími til að fara koma sér aftur út í sænska skerjagarðinn og hefja síðasta fermingarnámskeiðið. Ég mun því vera fjarri neti og fjölmiðlum í um þrjár vikur ef allt fer eins og ætlað er. Kannski skýst ég til Stokkhólms um helgar, en eins og staðan er í dag verður líklega ekki tími til þess. Líklega verður farið í langsiglingu út í næstu eyjar og farið í kirkju og eyjaskoðun. Ég hef verið beðinn um að skíra fimm verðandi fermingarbörn og verð ég væntanlega við þeirri bón núna næstu helgi. Það verður gaman að hefja nýtt námskeið og fá að miðla vitneskjunni kristna trú til þeirra sem núna er að hefja lífsgönguna fyrir alvöru. Vonandi tekst mér vel upp.
Þetta þýðir að ég er í um það bil þriggja vikna bloggfríi. Ég treysti vinabloggurum mínum að halda uppi baráttunni fyrir sjálfstæðu Íslandi, lifandi stoltu og frjálsu mannlífi og kærleika til allra manna.
Bestu kveðjur, Baldur Skerjagarðsprelli
Meginflokkur: Svíþjóð | Aukaflokkar: Ferðalög, Trúmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.