Allt unnið til vettergis

Það er alltaf svolítið sárt þegar búið er að leggja mikinn tíma og fjármuni í eitthvað verkefni og efla sannfæringu sína fyrir málefninu - síðan er sýnt og sannað að fyrri rökfærslur voru annað hvort rangar eða svo veikar að vart er á þeim byggjandi og að öll vinnan hefur verið til vettergis.

Eva Joly hefur nú sýnt svo ekki verður um villst að Ísland mun ekki ráða við að greiða þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á þjóðina. Það væri því óðs manns æði að leggja út í að byrja greiða skv. ICESAVE.

Samþykki Alþingi ICESAVE er það að grafa undan ekki bara sjálfstæði ríkisins, heldur íslenskri þjóð og framtíð byggðar á Íslandi.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Því miður hefur þú rétt fyrir þér Baldur - ég óttast um íslensku þjóðina og landið okkar.

, 1.8.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég held að við ættum ÖLL að vera hrædd um okkar núna! Þannig er það nú. Erfiðir tímar þá er oft fólk sér hluti bara í fáum litum og sem í rörsýn.  :(

Baldur Gautur Baldursson, 2.8.2009 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband