Góðar fréttir frá Jersey, Guernsey, Kýpur, Cayman Islands og Tortola

Það var nú aldeilis gott að heyra að til væru peningar eftir allt saman.  Nú er bara að fara og sækja ránsfenginn og skipta honum í tóma sjóði Íslenska ríkisins. Nú er lag að bregðast skjótt við áður en þessir fjármunir hverfa aftur úr höndum þjóðarinnar.  Setja verður lög þegar í stað sem leyfa haldlagningu þessara fjármuna. Síðan verði kannað hvaðan þessir fjármunir komu, hvernig var staðið að verkum og ekki aðeins látin ráða gildandi lög og reglur, heldur almennar siðferðisreglur - þ.e.a.s. þær reglur sem við almúginn þurfum að hlýða í viðskipum grasrótarinnar.  Ekki viðskiptareglur þær sem gilt hafa í fjármálaheiminum.  Þær eru með öllu siðlausar og ekki þær reglur sem þjóðinni eru eiginlegar!


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Einmitt.

, 10.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband