28.10.2009 | 14:46
Hundleiður á íslensku getuleysi
Íslenska krónan er ekki meira virðe en Matadorpeningar. Ég minnist þess þá maður hafði breytt út Útvegsspilið á borðstofuborðið heima að manni fannst maður þokkalega ríkur þegar seðlabúntin tók að safnast fyrir eftir lukku og velfarnað í spilinu góða. Samt voru þessir pengingar bara spilapeningar. Þegar spilinu var lokið og maður hafði keypt alla togarana og veiðiheimildirnar, var spilinu lokið og allir hinir komnir í svo slæma stöðu að þeir þorðu ekki að slá um teningnum - eða höfðu hreinlega verið keyptir út úr spilinu. Einhver óþægilegur sannleikur og samanburður er mögulegur með Útvegsspilinu gamla og svo lífinu eins og það er í dag.
Í dag leikum við okkur með vitagagnslausa spilapeninga úti í samfélaginu. Þetta eru ekki peningarnir út Útvegsspilinu eða Matador/Monopoly, nei þetta er löglegur gjaldmiðill Íslands, krónan. fyrir næstum því næstum 30 árum síðan var gömlu íslensku krónunni skipt út fyrir nýja, tvö núll voru tekin af þeirri fyrri og nýir seðlar settir í umferð. Allt leit betur út og blekkingarleikurinn rúllaði af stað. Ekki leið að löngu uns aurarnir voru teknir út umferð. Síðan hvarf 10 króna seðillinn, því næst 50 króna seðillinn og síðast 100 krónurnar. Myntin fékk að halda sér, þar sem hún er grunneiningin, en hún tók að léttast - á ný! VIð sem höfum aldur til, munum eftir ákrónunni sem flaut á vatni.
Ég er orðinn hundleiður á íslensku getuleysi. Hvort er betra að vera lokaður frá breskum og hollenskum mörkuðum í nokkur ár, eða þar til fæðuskorturinn lætur að sé kveða í Evrópu, eða halda stolti og efla ný viðskiptatengsl og ekki setja sig í tryllingslegar skuldbindingar?
Ég sá áðan að íslensk króna var skráð: 18,75 ISK = 1 SEK
Ég valdi að hafna ICESAVE, ég vildi fara í mál við Breta þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögum, ég vildi hafna ESB og taka upp samningar um Norðurslóðaefnahagsbandalag, ég vildi slá saman íslensku og norsku krónunni, ég vildi taka upp varnar og flugumsjónarsvæðissamstarf við Dani og Norðmenn. Ég sá aðra möguleika en að sleikja okkur upp við ESB og IMF. Ég vildi leita nýrra vina. Ég vil ekki leika mér við þá sem lúskra á mér, ég vil ekki leika mér með þeim sem koma fram við mig eins og ég sé einhver skítahraukur úti á túni. Ég vil vera "líðandi" allt mitt líf. Ég vil annað og betra fyrir mig og mína.
Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð. Hvað um þig?
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð. Einnig þykir mér afar vænt um íslensku krónuna, enda er "sveigjanleiki" hennar að gera sitt, til að koma þjóðinni út úr kreppunni fyrr en ella hefði orðið.
Útflutningsvörur þjóðarinnar hafa fallið í verði í erlendum gjaldmiðlum, en skila miklu fleiri krónum í kassann, en áður. Innflutningur hefur hækkað mikið í verði og því minnkar hann, en íslenskar vörur seljast betur en áður og skapa því fleiri störf.
Flótti McDonalds úr landi er sönnun þessa, því nú verður notast við innlent hráefni í matinn hjá arftakanum, en fyrirrennarinn flutti allar sínar vörur inn frá Þýskalandi.
Þannig kemur krónan okkur fyrr út þessu, en t.d. löndum eins og Írlandi, Lettlandi og Litháen, sem bundin eru við Evruna.
Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.