4.12.2009 | 20:05
Kveðjum fleir stofnanir
Það var gott að heyra að ákveðið væri núna að leggja niður Varnamálastofnun. Þá stofnun hefði aldrei átt að setja á laggirnar. Nú ríður á fyrir stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga úr bandalögum og stofnunum sem eru okkur bara til mikillar íþyngingar fjárhagslega.
Rétt tel ég að Ísland gangi úr Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru vita máttlaus samtök sem eru skálkaskjól skrifstofuveldis og eru hin versta peningahít. Þá vil ég segja skilið við NATO, enda engin þörf fyrir okkur þar. Búið er að skíta greinilega í Ísland og þar sem við höfum ekki það mikla hernaðarlega mikilvægi sem áður á kaldastríðsárunum, held ég að best sé að spara krónurnar líka þar. Ég tel rétt að byrja á þessum tveimur bandalögum sem í raun hafa enga þýðingu fyrir okkur eins og staðan er í dag. Síðan göngum við bara á listann yfir bandalög og alþjóðastofnanir sem við erum að greiða stórfé til og endurskoðum þátttöku okkar í slíkum félagsskap.
Varnarmálastofnun lögð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Jamm, gott hjá þér að vilja einangra okkur betur en orðið er. Við erum búnir að slíta á flest tengsl við aðrar þjóðir og hvers vegna ekki að gera það endanlega og algjörlega. Eina bandalagið sem við erum í í dag og enn er þokkalegur friður við er NATO.
En hvað ert þú að gera í Svíþjóð, sjálfu herveldinu sem eyðir 3% af landsframleiðslu sinni til hermála. Vertu bara þar og láttu okkur hérna á klakanum ákveða hvað skuli gert.
Helgi Jónsson, 4.12.2009 kl. 22:18
Japp - hverju hafa þessi félög og samtök sem við erum aðilar skilað okkur? ENGU Eins gott að spara peningana og hlúa að þjóðinni í staðinn.
Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2009 kl. 08:18
Ps. Svíar standa núna í hörku niðurskurði og meirhluti þjóðarinnar vill leggja niður hernaðarmaskínuna, sem í raun er vitamáttlaus og ekki til annars fallin að orsaka slys og dauðsföll á friðartímum.
Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2009 kl. 08:22
Mikið er ég sammála þér með útgöngu úr Sameinuðu þjóðunum. En því miður er ekki verið að leggja neitt niður, bara breyta nafni og áherslum. Þetta er ljótt merki um meiri áherslu á óeirðalögreglu og njósnir innanlands - a - la "Department of Homeland Security".
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 09:11
Bandalög þjóða eru oftast stofnuð í stórabróður tilgangi en snúast gjarnan upp í andhverfu sína þegar stóribróðir hefur lítilmagnann undir og kúgar hann til greiðslu verndartolla - þ.e. sá litli borgar fyrir að sá stóri lúskri ekki á honum. Þess vegna er oftast betra að standa utan bandalaga til að sleppa við að borga kúgaranum fyrir góðvilja sem er ekki annað en kúgun.
, 6.12.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.