Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Var ekki kreppa á Íslandi?

Bíðið nú aðeins!  Var ekki kreppa á Íslandi?  Er ekki verið að skerða réttindi almennings til að greiða erlendar skuldir og til að geta haldið samfélaginu gangandi?   Hvaða rök eru fyrir því að EINHVER hafi yfir 900 000 krónur í laun á Íslandi?   

Í sænskum fjölmiðlum er sagt að á Íslandi sé alvarleg kreppa og að fólk sé skuldum vafið, nú verr enn nokkrum sinnum áður. Hvers vegna ætti þá að fara allar leiðir að því að láta Kjaradóm skera úr um laun Seðlabankastjóra?  

Í raun ætti að leggja niður Kjaradóm og setja í staðinn Landsdóm og draga helstu krimma landsins fyrir þann dóm í stað þess að moka seðlum í sængur og kodda yfirembættismanna þjóðarinnar.  Látum helstu embættismenn þjóðarinnar semja rétt eins og aðra launþega.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband