Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Hjálp hvað sumir geta verið drjúgir!

Mér hreinlega blöskrar nú þegar ég les þessa frétt, hvað Már Guðmundsson virðist vera veruleikafirrtur. Það er líklega eins gott að hann taki til baka umsókn sína, þar sem hann sýnir í orðum sínum hvað hann virðist vera gersamlega sneyddur allri veruleikatilfinningu fyrir því ástandi sem hefur verið í landinu og mun um ókomin ár hafa áhrif á allt viðskipta og efnahagslíf landsins og landans.

Drjúg orð Más gera það bara að verkum að orðstír hans i bankaheiminum hafa þegar borið hnekk, og ekki þurfti hann hjálpina þar til. Jóhanna forsætisráðherra ætti með réttu að biðja hann að taka til baka umsókn sína og biðja hann að halda sig fjarri allri opinberri fjármálastarfsemi í landinu. 

Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann er ókunnugur um efnahagsástandið á Íslandi, heldur gersamlega sneyddur þeirri fíntilfinningu sem stjórnendur í æðstu embættum ríkisins verða að hafa.

Ég hafna Má hans hugsanagangi með öllu.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband