Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
28.3.2011 | 18:18
Seljið eldhúsinnréttinguna!
Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 18:01
Vorum ekki spurð!
Það er ljóst að nú er komið að skilnaði Íslands og NATO. Hér er greinilegt hverjir spila og hverjir eru þarflegu sakleysingjarnir. Hlutverki Íslands - þó hefur alltaf verið ógreinilegt - er lokið. Ég tel ónauðsynlegt að Ísland sé með hjásvæfutakta; setji upp þakklætissvip þegar okkur er sýnd athygli, en verður svo að sitja þögul og undangeymd þegar það á við.
Ísland úr NATO - herinn er farinn!
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 19:34
Keisarinn í Kína og læknir hans
Fyrir löngu síðan heyrði ég það sagt um líflækni keisarans í Kína, að þannig hefði launamálum hans verið komið að hann fékk laun meðan keisarinn var hress og við góða heilsu. En þá er keisarinn var sjúkur og stríddi við veikindi var líflæknir hans launalaus.
Skilji og túlki nú hver sem hann/hún vill!
Hámark sett á laun verkalýðsforingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2011 | 09:39
Þegar stjórnmálamenn verða sorglegir
Þannig byrjaði ég erindi mitt hérna í grannkirkju einni í Stokkhólmi um daginn. Til umræðu var ástandið í Norður Afríku og arabaheiminum almennt. Eins og ég reit í mínu fyrra innleggi hér á bloggvefnum er það staðföst trú mín að vestur evrópskum aðferðum sé ekki hægt að beita í þeim löndum sem ekki hafa sömu reynslu og við höfum af lýðræðishugtakinu.
En að fréttum dagsins. Evo Morales forseti Bólivíu, einu hinna mörgu landa Suður Ameríku sem hafa reynt í á annað hundrað ár að höndla lýðræði - en mistekist - og þjáningarbróðir hans Vladimir Zhirinovskyj í Rússlandi - landi sem aldrei hefur búið við gegnsætt lýðræði, kveinka sér ógurlega núna. Staðreyndin sem blasti við heiminum þá er Barack Obama fékk Friðarverðlaun Nóbels i Oslo 2009, sýndi allt annað en það sem verðlaununum var ætlað að sýna í upphafi. Hér var bara um vinsældakeppni verðlaunanna við Grammy, Oscar og Golden Globeverðlaunin. Spurningin er: Hver fær finustu gestina á sína verðlaunahátíð. Og hver fær sina mynd tekna með stærstu nöfnunum. Auðvitað snýst þetta ekki um frið eða það að koma á friðið í hrelldum heimi. Ónei. Ef einhverjum hefur dottið slíkt í hug, hefur sá hinn sami fallið í propagandagryfju PR-fyrirtækja. Nóbelsverðlaunin voru vissulega friðarverðlaun þegar til þeirra var stofnað og þau fyrst veitt Henri Dunant stofnanda Rauða krossins og Frédérik Passy stofnanda Frönsku friðarhreyfingarinnar árið 1901. Síðan hefur siguð á ógæfuhliðina fyrir verðlaununum og í dag eru þau einskis virði.
Nokkrir þeirra sem fengið hafa verðlaunin eru: (og hugsi nu hver fyrir sig hvaða afrekaskrá þessir aðilar hafa - googla gjarnan)
2009 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sem stendur í því að bombardera almenna borgara í Líbýu í skrifandi stund
1994 Yassir Arafat, Shimon Perez, Ytzhak Rabin - ráðamenn i Palestínu og Ísrael (stríðsglæpir á báða bóga)
1973 Henri Kissinger, utanríkisráðherra, lét kasta sprengjum á Kambodíu og Norður-Víetnam
1953 George C Marshall, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Kóreustríðinu
Spurningin er, hvort ekki sé komið að því að byggja bara skóla fyrir börn í Afríku, Asíu og Suður Ameríku fyrir verðlaunaféð, í stað þess að upphefja einstaklinga sem eru ekki svo friðelskandi?
Zhirinovskyj og Morales eru heldur ekki barnanna bestir. Þetta er reyndar að kasta steini úr glerhúsi eins og einhver sagði. Morales styður og nýtur sjálfur stuðnings skæruliðasveita í sínu landi. Fíkniefnavandinn hefur aukist þar um leið og fátæktin í landinu. Zhirinovskyj er ekki heldur neinn Vinardrengjakórsmeðlimur í þessu sambandi og á sér einkar spennandi sögu. Þótt svo að ummæli hans og kenningar um kynþætti og rétt Rússa til lands á kostnað annara þjóð- og kynþátta sé ekki nein kvöldlesning fyrir börn.... er hún spennandi fyrir hina hjartasterku.
Nej nej ... þessir stjórnmálamenn eru bara SORGLEGIR.
Vilja svipta Obama friðarverðlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 21:13
Óstjórn eða mannréttindabrot?
Það er skrýtið til þess að hugsa að áður en arabaheimurinn stóð í ljósum logum, virtust áhrifamenn á vesturlöndum víðs fjarri þeirri hugsun að losa þyrfti um Mohammar Ghaddafi. Valdamenn leituðust við að halda honum á sínum stað, láta hann fara sínu fram flestum landsmönnum sínum að skaðlausu. Málið er bara að vestrænir valdamenn vissu ekki hvað þeir myndu fá í staðinn, ef Ghaddafi hefði verið vikið burt. Það lýsir af siðleysi og skorti á faglegri stjórnkænsku að ganga svo fram mot Ghaddafi sem nú er gert.
En hvernig getum við "hjálpað" arabaheiminum þar sem allt virðist standa i logum og lítil von er um breytta stjórnarhætti jafnvel þótt nöfn breytist.
Ég held að það er ljóst að við verðum að skilja að vesturlenskt lýðræði, með þingkosningum og forsetakosningum og samfélagi sem okkar er eitthvað sem aldrei á eftir að virka meðal araba. Við getum ekki þvingað okkar stjórnarháttum upp á þjóðir og menningarsvæði sem hafa aðra lífssýn, gildismat, hefðir, sögu og lífsrytma.
Hvernig í ósköpunum getum við trúað að við getum breytt einhverju till rétts vegar, ef við þekkjum ekki veginn sem við þurfum að fara eftir. Við getum ekki beytt vesturlenskum aðferðum þar sem fólk skilur þær ekki.
Hugsum tvisvar áður en við krógum hungrað ljón inni í horni og ætlum að slást við það með sellerí í höndum. Látum Líbýu og arabalöndin vera þar til við erum þess búin að tala þeirra mál og skilja þeirra menningarheim.
Og dagsins stóri sannleikur: Allir arabar eru ekki múslimar.
Átta þúsund uppreisnarmenn látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)