Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds

Nú horfir loksins til betri vegar í háttu mála með aðskilnað löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds á Íslandi.  Fyrir margt löngu síðan var skilið á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds.  En nú er komið að seinni endurbótinni sem lýtur að því að sami ráðherra geti ekki haft á sömu hendi löggjafar og framkvæmdarvald.  Þetta hefur verið stór brestur í þrískiptu ríkiskerfi okkar.  Kerfið er þrískipt til að komast hjá því að sama persóna hafi rétt að setja hentilög og síðan stjórna eftir þeim.  Aðskilnaður er nauðsynlegur til að gera kerfið trúverðugt og gegnumlýsanlegt.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er síðan næsta leiðrétting sem nauðsynleg er að gera.


mbl.is Ráðherrar víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið spil... aurarnir horfnir!

Það er nú komið að skuldadögum og ljóst að peningana verður að taka einhversstaðar.  Yfirstjórn Þjóðkirkjunnar á Íslandi ákvað að greiða nokkrar skitnar milljónir till kvennanna sem barist hafa fyrir sínum málum gegn, fyrst fyrrum biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni og síðan sitjandi (meðan þetta er ritað) biskupi Íslands og yfirstjórn kirkjunnar.  Ekki fékk þó dóttir fyrrverandi biskups neinar bætur þótt sannarlega ætti hún rétt á þeim eftir niðurlægingargöngu sína fyrir núverandi biskup og kirkjuráð.  Nóg um það.

En sorglegt er til þess að hugsa að nú þurfi að selja kirkjujarðir, enn einusinni. Þetta hlýtur að vera með þeim síðustu.... Mín spurning er:  Hvernig í ósköpunum ætlar þjóðkirkjan að standa straum af kostnaði við starfsemi sína þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður innan skamms?   Í Svíþjóð, þar sem kirkja og ríki skyldu árið 2000, fær kirkjan ENGA peninga frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar.  Kirkjan byggir fyrst og fremst á sóknargjöldunum sem hver og einn skattbær einstaklingur, sem er meðlimur, greiðir.  Þ.e.a.s. 0,7% af tekjum sínum.  Þessir fjármunir nægja ekki til að bera uppi starfsemina og viðhald kirkjubygginga.  Heldur verður kirkjan að taka inn leigugjöld af skógum, bændajörðum, laxveiði, námugreftri í löndum sínum, skotveiði, skógarhöggi og hlutabréfum.  

Því miður er grunnhyggni kirkjunnar á Íslandi svo ótakmörkuð að stjórnendur hennar halda að allt bara muni "reddast" þegar að skilnaði kemur.   Eða er þetta bara hinn íslenski hugsunarháttur sem keyrt hefur þjóðina svo oft í kaf aumingjaskapar og fyrirhyggjuleysis: að við njótum peninganna sem við eigum og leggjum ekkert fyrir - því þegar erfiðu árin koma, verðum við örugglega dauð.  En minnisvarðarnir sem við keyptum yfir okkur sjálf standa.


mbl.is Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekktu vitjunartíma þinn, Karl biskup

Hvað getum við gert til að bæta, laga og boða? Tölfræðin talar fyrir sig sjálfa (tilv. Hagstofa Íslands):

Ár

Mannfjöldi alls á Íslandi

   Prosenta af mannfjölda

Skráðir meðlimir Þjóðkirkjunnar

Breyting milli ára (einstaklingar)

1994

265.064

92,40%

244.925

-397

1995

266.978

91,78%

245.049

-653

1996

267.958

91,08%

244.060

-2.237

1997

269.874

90,66%

244.684

-912

1998

272.381

90,31%

246.012

-617

1999

275.712

89,67%

247.245

-882

2000

279.049

89,02%

248.411

-931

2001

283.361

87,96%

249.256

-765

2002

286.575

87,04%

249.456

-686

2003

288.471

86,68%

250.051

-843

2004

290.570

86,26%

250.661

-953

2005

293.577

85,74%

251.728

-851

2006

299.891

84,10%

252.234

-1.212

2007

307.672

82,05%

252.461

-1.484

2008

313.376

80,71%

252.948

-1.230

2009

319.368

79,24%

253.069

-121

2010

317.630

79,17%

251.487

-1.582

2011

318.452

77.63%

247.245

-4.242

Þetta vekur vissulega spurningar um hvar við getum bætt okkur. Ég tel að eitthvað liggi að baki þessari tölfræði sem taka ber alvarlega.


Norge 22.07.2011


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband