Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
3.8.2012 | 19:09
Hvar var siðameistari forseta Íslands
Ég sit hérna og er að skoða fréttir frá Íslandi á www.mbl.is. Þegar ég er að skoða video og myndir frá embættistöku herra Ólafs Ragnars Grímssonar blöskrar mér.
Á mynd þar sem forseti Íslands gengur út á svalir Alþingishússins hangir framan á svölunum fání Íslands. Eða það sem á að kallast fáni Íslands. Fáninn er í röngum litum, þ e a s er fáninn upplitaður. Hitt er að betur hefði farið á því að fáninn hefði verið ríkisfáninn, ekki hinn vanalegi þjóðfáni.
Slóð fréttar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/01/ferfalt_hurrahrop/
Þegar ég svo skoðaði myndskeið frá göngu forseta, biskups Íslands annara sem töku þátt í athöfninni í þinghúsinu eða voru bara viðstaddir, sá ég að siðameistara forsetaembættisins (eða) siðameistara biskupsembættisins (biskupsritara) hefur orðið á í messunni. Biskup Íslands ber RANGT BAND stórkross fálkaorðunnar VITLAUST. Hvers vegna fékk frú Agnes biskup ekki band kvenna?
Slóð fréttar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/01/aettjardarast_sveif_yfir_votnum/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)