Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
29.1.2016 | 20:57
House of Cards
En sú allra besta sem ég hef séð lengi. Hlakka mikið til að sjá framhaldið. Lærdómsíkur og fjarska skemmtileg sjónvarpsflokkur. :)
Fimmta sería House of Cards staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2016 | 18:13
Umhverfismál
Já - það var nú það! Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...". Já - einmitt. En er þetta nú umhverfisvænt? Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag? Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum. Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina? Það væri í raun mun umhverfisvænna.
Borðar allt að átta máltíðir á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2016 | 19:43
Taqiyya og kitman - hvað er það?
Líklega hefur konan í greininni gripið til þess úrræðis þar sem leyfðar eru lygar í íslam. Múslímum er almennt gert að halda sig að sannleika í orði og æði - en ef nauðsyn krefur - má bregða til lyga þegar það getur á einhvern unnið íslam framgangs eða komið hælkróki á heiðingja (þá sem ekki eru múslímar).
Hér er þá notast við fyrirbæri sem kallast taqiyya eða kitman (klikkið á slóðina) í íslam. Hér er þá um vísvitandi blekkingu að ræða í nafni trúarinnar. lesið gjarnan greinina og dæmin sem sótt eru í Kóraninn og í erfðageymd íslams sem kallast "hadith".
Fróðleg lesning fyrir okkur vesturlandabúa!
Neitar að hafa verið í Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook
18.1.2016 | 20:18
Spámaður ársins 2016
Já, eitthvað er þetta farið að ljúkast upp fyrir fólki að Evrópusambandið er ekki það Gósenland og dýrðarríki sem menn vildu láta fara fyrir á liðnum árum. Evrópusambandið hefur sýnt getuleysisitt og ósamstöðu sína á mörgum sviðum. Evran er eitt dæmið um mislukkað og afskaplega dýrt ævintýraspil, flóttamannastraumurinn til Evrópu og hvernig tekið hefur verið á honum er enn eitt dæmiðum ósamstöðu og amlóðahátt bandalagsins, ósættið um útanríkismál, lögreglumál, spillingarmál, og svo auðvitað spilavítaheim suður Evrópulandanna Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar. Lönd sem eru fjárhagslega með buxurnar niður um sig. Evrópubandalagið er byrði á Evrópu. Skriffinskubáknið er eins og einn sem starfað hefur þar sagði "eins og monster sem lifir á eigin úrgangi".
Það var gott að heyra að Andrzej Duda Póllandsforseti hefði haft djörfung að benda á sjúkdómseinkenni Evrópubandalagsins. Líklega er hann einn sannspárra spámanna nútímans.
Telur að ESB gæti liðið undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |