Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

Skjóttu þig í fótinn og láttu þér blæða út!

Það var soldið sorglegt að núna þegar ég var á Íslandi síðast og ákvað að skreppa í sund, að ég uppgvötvaði að verð á stökum miða í sund hafði farið upp úr öllu valdi í verði.   Það er ljóst að margir Íslendingar sem búsettir eru í Reykjavík kaupa sér dýr sundkort - en því má ekki gleyma að þeir/þær eru margar sem hafa ekkert með svona kort að gera. 

Að ferðast um Ísland, njóta þjónustu veitingastaða, leigja bíl, gista á hótelum, kaupa þjónustu af ýmsu tagi er skammarlega dýrt þegar litið er til annarra landa.  Ég ferðast talsvert.  Ferðist til 10 landa á árinu sem er að líða 2016.  Ekkert þessara landa, EKKERT gat státað af þvílíkri gróðahyggju og augsýnilegri græðgi eins og Ísland.  Íslendingar eru ekki að bjóða upp á betri þjónustu eða neitt sérstakt yfir aðrar þjóðir.   Það eina sem við getum selt er landið okkar, náttúrufegurð landsins.  Jafnvel þar er landið farið að láta að sjá vegna slits og ágangs.  

Framkoma Íslendinga við ferðamenn, græðgin og yfirlætið mun koma okkur i koll.   

Að hækka miðverð er að skjóta sig i fótinn.  Enginn sem er áhugasamur að byrja að synda smá byrjar á því að kaupa mánaðar eða árskort. Þó má sjá að nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa séð að notkun sundlauga er að minnka og áhuginn fyrir sundíþróttinni að sama skapi.  Þessi sveitarfélög eru að bjóða lægra verð og jafnvel ókeypis í sund.

 


mbl.is Hækkuninni beint gegn ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband