Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Kóróna, diadem, tiara

Kóróna? Á myndinni gefur ekki að líta neina kórónu.  Hinsvegar er krónprinsessan Mary sýnd bera á höfðinu það sem nefnt er "diadem". Það er hálfhringlaga spöng (se situr framan á enninu eða við hársvörðin) sem skreytt er á ýmsan máta.   Stundum birtist orðið "tiara" fyrir þennan hlut en þá er oftast rætt um veglegri og hringlaga höfuðbúnað.   Kóróna er notað fyrir enn veglegri höfuðbúnað sem gerir tilkall till valds eða stöðu (t d konungs, prinsessu, fursta).

Við hjónavígslur nota oft brúðir svona höfuðbúnað - er þá um að ræða diadem (sem virkar eins og spöng sem situr fremst ofan á höfðinu. 

 

Endilega notum rétt orð - það gerir tungumálið fjölbreyttara og skírgerir hvað í raun sé verið að tala um.    


mbl.is Konungleg kóróna eða hálsmen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klippið ekki á ræturnar

Það var soldið sorglegt að heyra og sjá að Flufélag Íslands væri búið að fá nýtt og soldið "slískið" nafn Air Iceland connect.   Auðvitað á þetta að vera vænlegra fyrir erlenda ferðamenn og myndi ég það skilja ef um væri að ræða land með fjölda flugfélaga.  En þetta er samt soldið sorglegt.  

Í hinum vestræna heimi okkar er alltaf verið að reyna skapa ímynd frelsis, léttari leiða og hraða.  Þetta dregur huga minn til þess sem ég oft upplifi hér ytra i Svíþjóð.  Hér erfir unga folkið gamla stóla og borð eftir afa sína og ömmur.  Stólunum er síðan oftast hent á hauganna - en síðan fer unga fólkið í "góða hirðinn" og kaupa alveg eins stól og húsgögn.  

Fólk kaupir gamlar ljósmyndir af fólki sem það þekkir ekki, en hendir þeim sem tilheyra fjöldkyldunni.  Unga fólkið og ekki minnst hönnuðir leitast við að skapa "kitsch" stemningu eða "frjálsa samansetningu" af ljósum litum og gömlum hlutum.  En allt verður að kaupa.  Fólk vill ekki lengur hafa neitt á heimilum sínum sem sýna neina tengingu við ræturnar, við fjölskylduna, við ættina, við það sem var.  Heldur verður allt að verarótlaust og nýtt-gamalt úr búð. 

Vonandi gengur Air Iceland connect vel þrátt fyrir nýtt hálftrist nafn. 


mbl.is Nafnið á nærri 100 ára sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband