2.5.2008 | 07:35
Stutt falleg saga á degi aldraðra (Uppstigningardegi)
Ásta er 81 árs. Hún á afmæli í dag. Enginn veit um það, en í dag hefur hún gert sérstaklega fínt. Með því að hún hefur sett lítinn dúk með ísaumuðum blómum í sumarlegum litum á matborðið sitt, hefur hún gert daginn lítið eitt örðuvísi. Hún hefur tekið fram frosna köku og kveikt á kaffivélinni. Græni stóllinn við stofugluggan bíður hennar eins og venjulega. Hún tekur með sér bolla með kaffi og hálffrosnu kökusneiðinni á disk og sest við gluggan. Úti leika börn í stórum hálftómum sandkössum af sandi. Ásta lokar augunum. Dagarnir hafa orðið svo margir. Hugsanir hennar bera hana hem til barndómsáranna. Litrík röð mynda, bjartra minningarbrota og henni finnst eins og hún þekki ylminn af nýsprottnu grasi, blómskrúði og hlýjan blæ á kinn. Ljósblár sumarkjóll, lágir skór, hvítir sokkar og band í hárinu. Nýtýndur túnfífill kítlar eyra hennar og safinn úr stilknum klístrar lítið eitt hárið. Hveru dýrðlegt er ekki að vera til. Hún kastar sér í grasið, á fagra foldina undir heiðum Guðs himni. Hún er svo undurlétt, létt eins og fjöður. Nei, ekki einusinni fjöður er svo létt. Hún hugsar til koddanna sinna, og hvernig dúnninn hefur stundum fest i hárinu hennar.
Það er hringt á dyrabjöllunni. Eða? Jú, hún er næstum því alveg viss, en hún á ekki von á neinum í veisluna sína, það komu engir lengur. Það var bara hún eftir, enginn kom lengur, það voru engir lengur til. Hún reisir sig og gengur fram til dyranna. Jú það var einhver þarna fyrir utan, hún heyrir raddir fólks. Hún oppnar dyrnar gætilega, vonarfull, hún finnur til beygs. Hún kíkir fram á ganginn. Um leið sér hún að dyr nágrannans lokast og raddirnar hverfa að baki dyranna.
Hún heyrir greinilega fólkið tala, þar sem það hafði komið sér fyrir í herberginu handan stofuveggsins hennar. "Þau komu ekki til mín" hugsar Ásta. "Ég heyri í þeim og sest bara aftur í græna stólinn". Hún sest í stólinn og drekkur smá kaffi og tekur smá köku. Henni finnst sem hún hafi félagsskap af fólkinu sem hún heyrir óminn af. "Ó, hvað þau tala!" hugsar hún glöð. Svo verður Ásta þreytt, orðin frá gestunum byrja að verða fjarlægari og fjarlægari. Hún ákveður að draga sig í hlé, draga sig úr afmælisveislunni sinni. Það er gott að geta smogið svona burt án þess að eftir því sé tekið. Á náttborðinu standa túnfíflarnir hún týndi í garðinum í vatnsglasi. Þeir hafa tekið að hengja haus, þei fá ekki rétta næringu, þeirra tíma er lokið. Á morgun hanga þeir örugglega niður frá barmi glasins. "Öllu er búinn einhverskonar endir" - segir Ásta og horfir á túnfíflana í glasinu áður en hún leggur sig á koddann. Hún lokar augunum og byrjar að upplifa friðinn...
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 19:48
Valborgarmessa (í Svíþjóð)
Núna í kvöld fagna Svíar afmæli Carls XVI Gustafs [Carl Gustaf Folke Hubertus] konungs. Hann er 62 ára í dag. Reyndar held ég að Svíarnir séu ekki að flippa hans vegna, því í dag er hin svokallaða Valborgarmessa. Kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir grannar kæmu við og spurðu hvort við ættum blandþeir sem ég sá í lyftunni í dag höfðu bara keypt sprittið.... og ekkert bland. Eða kannski eru þei óheflaðri og reyndari í drykkjunni en ég! Hver veit. Nóg hefur fólkið að minnsta kosti keypt af búsinu. Ástæða fyllerísins er sumarstemningin sem hlaupin er í Svíana, Valborgarmessa er "hálfur frídagur" hér og svo er 1. maí á morgun. Svo kemur helgin eftir "klämdagen" sem er föstudagur (og flestir hafa tekið sér frí á). Svo þetta er ein heljarinnar sukkfest hérna. Svíar eru að vakna til lífsins.
En: Til hamingju með kónginn! hipp hipp húrra!
30.4.2008 | 18:32
LSD
Albert Hofmann [11.01.1906-29.04.2008], faðir LSD-sins er allur, 102 ára að aldri. Hann hefur farið á síðasta trippið og er floginn handan alls hugsanlegs og óhugsanlegs. Hann er gersamlega "off", "gone with the winds", "blasted". Hann hefur sannarlega tekið "pokann" sinn og hafið sig upp á heimagerðum vængjum dauðans.
Það er erfitt að hugsa til þessa manns með sérstöku þakklæti, en auðvitað var það ekki hann sem þvingaði fólk að taka þá ólyfjan sem hann fann upp, þó í verulega mildari formi en síðar varð.
Ítarlegar: http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=765735
RIP
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 07:09
Málþing um kærleika, gleði, frið, langlyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi
Í dag stendur Reykjavíkurprófastsdæmið hið eystra fyrir málþingi um mannréttindi; "Mannréttindi í heimi trúarinnar". Kirkjan hefur löngum gengið undir merki hins kristna frelsis einstaklingsins. Með "kristna frelsi einstaklingsins" á ég við að það að höndla mikið frelsi er jafn erfitt og að hafa fullt málfrelsi. Því fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð, eins og nokkrir bloggarar hafa fengið að reyna. Málfrelsinu eru settar skorður. Einmitt þessar skorður gera okkur það kleift að vera frjáls að því að tjá okkur. Þessar skorður kallast mannvirðing. Frelsið í hinum kristna heimi er komið fyrir Krist. Segir ekki postulinn Páll: "Til frelsis frelsaði Kristur oss" [Gal. 5:1]. Svo einfallt er það fyrir okkur þessi sem hafa trú í hjarta. Kristur frelsaði ekki bara heiminn frá eilífum dauða að veraldarlíf loknu, heldur kenndi hann okkur hvernig við gætum upplifað forgarða himnaríkis þegar í jarðnesku lífi okkar. Með því að vera kristinn, lifa sem sá sem hefur verið mikið fyrirgefið, fyrirgefa, vera umburðarlyndur, ei þrætugjarn og gefa kærleika án skilyrða. Jafnvel til þeirra sem eiga erfitt og eiga ekkert sameiginlegt með okkur - fyrir utan að vera Guðs börn.
"Berið hvers annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists" [Gal. 6:1]
Mannréttindi eru því miður ekki allra. En lítum okkur nær. Í hverju felast mannréttindi í dag í nútímasamfélagi okkar? Öll höfum við heilbrigðisþjónustu, hreint vatn, mat og menntun. Spyrji þú einhvern á götunni í hverju mannréttindi felist verða svörin mörg, en upp úr munu þó vissir málaflokkar standa. Ég held að sá stærsti snerti helst "mannvirðingu". Að geta ekki notið virðingar, þrátt fyrir allt. Að manngildið skolist ekki niður við að einhver hafi misstígið sig, að einhver hafi tapað tökunum á drykkju, hafi lagst í læknadópið, tapað burt allri sýn á fjármál sín og fjölskyldunnar og sólundað peningum foreldra eða vina o.frv. Er þetta spurningin að fullkomnunarþörf nútímans, hvítþvegnu meðborgarar okkar og eftirsóknarverðir staðlar í sambandi við frómheit og frelsi verða okkur ásteytingarsteinar.
Málþing Eystra prófastsdæmisins í dag er þarft. Vonandi leiðist það af ávöxtum Andans heilaga sem eru kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi - og síðan að niðurstöður málþingsins verði til að auka vægi þessara göfugu eiginleika í sýslu og framkvæmd þeirra sem áhrif hafa og hafa haft á líf fólks nær og fjær.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 05:38
Henri de Toulouse-Lautrec
Ég hlakka svo til! Seinna í dag fer ég á Nationalmuseum og á nýopnaða sýningu a verkum franska expressiónistans Henri de Toulouse-Lautrec. Við erum nokkur stykki sem fáum leiðsögmann frá safninu og fáum einkaleiðsögn um sýninguna í næði - þetta verður svo spennandi. :) Hef bara séð stök verk eftir Toulouse-Lautrec i söfnum, en aldrei heila sýningu á yfir 40 málverkum.
Annars skín sólin hér í Stokkhólmi sem aldrei fyrr. Það er mistur eða hálfskýjað, erfitt að segja hvort er, en fallegt veður og 9°C núna (spáð 16°C í dag). Síðan fer mest af því sem eftir lifir af deginum í prófalestur - en nú fer að styttast í próf í kúrsinum um Pompeii. Best að vera vel undir það prófið búinn. Jæja, best að koma sér að skruddunum. Toodles...
Ég held að syndasúpa fyrri ríkisstjórna hafi sannarlega soðið upp úr. Subbuskapur fyrri uppsoðninga hefur aldrei verið hreinsaður og núna er eldavélin ógeðslega sóðaleg. Hér þarf að taka pottinn af, skrapa hann hreinan og endavélina með. Best held ég að sé að láta standa heitt vatn í pottinum í smá tíma áður en við hreinsum hann.
Já, sannarlega held ég að þörf sé á að hreinsa út sjálfumglaða framapotara út af Alþingi og setja þessa sömu í harðan skóla hvernig reka skuli heimili með mörgum börnum og þremur kynslóðum. Ég tel að biðja eigi forseta Íslands að setja þjóðstjórn manna úr Háskóla Íslands sem eru til í að kalla til sín ópólitíska fræðimenn t.d. úr Kaupmannahafnarháskóla, Cambridge, Princeton, Bologna eða Sorbonne til að stjórna skipunu heilu í höfn. Þessir menn skipa sér t.d. í 6 málaflokka (ráðuneyti) og starfa ef þarf dag og nótt að því að bjarga fjárhag landsins.
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Þetta rugl hefur gengið allt of lengi. Síðan eftir 2-3 ár koma svo útlærðu þingmennirnir aftur og ganga í gegnum kosningar (án kosningaloforða) - allir ganga jafnir til leiks og undir heiðursmannaeið. Kosið verði síðan um fimm liti. Hver kjósandi sem kemur til þingkosninga fær svo fimm spjöld, rautt, bleikt (vinstri) grænt (miðja) ljósblátt, dökkblátt (hægri). Þeir setja svo eitt kort i kassann og henda hinum sem eftir verða. Hver litur hefur svo sína stefnu (eins og gömlu flokkrnir) og bak við hvern lit er nafnalisti. Ráðherraefni framtíðarinnar eru svo valin eftir kosningar og tilheyra EKKI þingmannaliði. Þingmaður sem valinn er úr hópi þingmanna, verður að segja af sér. Kýrskír greining milli framkvæmda og löggjafarvalds.
Gaman væri að sjá hvernig þetta myndi svo ganga upp ... :)
Ég er bara svo þreyttur að sjá hvernig stjónmálamenn eru að fara illa með, sóa og skemma.
![]() |
Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 20:32
Bravó Danir!
![]() |
Rafrænn Thorvaldsen verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 12:15
Stjórnmálamenn! Gerið eitthvað! Engin neyddi ykkur að gerast fulltrúar okkar, þið buðuð ykkur fram!
![]() |
Verðbólgan skelfileg" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 10:17
Tökum upp dönsku krónuna
![]() |
Mesta verðbólga í tæp 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 09:50
Mannræningjalist - listsköpun eða bilun?
"Alice im Wunderland" kallast þessi sýning eða "installation" eins og það er gjarnan kallað þegar listamenn hafa það ekki alveg á hreinu hvað þeir eru að sýsla með en vilja koma sínu á framfæri. Já, það er norski listamaðurinn Gorm Heens sem hefur endurskapað vistarverur Natascha Kampusch, þá er henni var haldið fanginni af manni rétt fyrir utan Vínarborg í Austurríki í 8,5 ár. Listamaðurinn vill reyna að endurskapa ekki bara vistarverurnar sem henni var haldið fanginni í, heldur þá "rómantík" sem "blómstraði" (skv. fjölmiðlum) milli þess sem hélt henni "fanginni" og svo Natöschu. (Það fylgir sögunni að hún hafi ekki litið á sig sem fórnarlamb þegar hún var frelsuð úr nauðunginni). Natascha mun hafa keypt húsið þar sem henni var haldið fanginni til að það yrði ekki notað í sambandi við ferðamannastrauminn og forvitið fólk.
Nú nú, hvað sem þessu líður þá er ég að velta því fyrir mér hvort við séum ekki komin illa langt frá því sem kalla má list. Hugtakið "list" á vissulega að vera svo opið sem listin sjálf, en hjálpi mér allir heilagir. Þetta er hreinlega alveg ga ga ga... Með í huga það sem heimsbyggðin hefur fengið að upplifa núna nýlega í heimspressunni varðandi þennan mann sem hélt konu fanginni í næstum 20 ár, gerði hana 7 sinnum ófríska og ættleiddi síðan nokkur börnin - nei, þetta hefur ekkert með list að gera. Fyrirgefið mér að ég segi það, en ég finn það ekki í hjarta mér að skíta út listhugtakið með því að kalla svona "gerning" list. Sorry, Gorm!
Hérna er hlekkurinn á netinu til heimasíðu Dagens nyheter: http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=764953
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 08:04
Óperuhús - tónlistarhús
Fyrir skemmstu var opnað í Osló nýtt óperuhús, eins og það er gjarnan nefnt - sem er með réttu fjölnota tónlistarhús. Mér var litið á teikningar og svo myndir af nýja húsinu. Hjálpi mér allir heilagir. Þetta líkist kofaskríflinu sem hýsi Hæstarétt Íslands. Langir þunglammalegir gangar, þröngar leiðir og kulda stafar af ópersónulegu yfirbragði hússins. Ef hugsunin er að listsköpun í útliti hússins hefur ekki átt að taka neitt frá tónlistinni, þá hefur þeim tekist lofsamlega, því húsið gefur ekkert af sér. Það verkar ískallt, þrúgandi og hverfst í hálfgerðri skotbyrgis- eða neðanjarðarsaggabyrgissköpunarmynd. Hátíðleiki sem ég hef alltaf tengt því að fara í óperuna eða á tónleika, sú stemning og virðing sem ég hef fyrir því að fara á listviðburð hverfur með öllu. Skoðið myndirnar:
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=761039
24.4.2008 | 19:00
Rugluð málsframvinda
Það er vítt og breytt rætt hver í raun sé kröfugerð atvinnubílstjóra. Þar fara mörg orð um lítinn hlut. Í stuttu máli fjallar málið allt um kröfur atvinnubílstjóra sem lúta að tveimur þáttum:
a) Atvinnubílstjórar hafa alltaf verið ósáttir við hvíldartímakröfur og þar með hina akstursmælana (skífur settar í bílana til að kanna hversu lengi ökutækinu hefur verið ekið). Þeir telja hvíldartímaákvæðin vera bindandi fyrir sig og til mikils óhagræðis.
b) Þeir vilja lækkað olíuverð.
Atvinnubílstjórar vilja sem sagt vera hálf meðvitundarlausir af þreytu, akandi úti á mjóu vegunum okkar þar sem aðrir vegfarendur þurfa að vera á extra varðbergi því það gæti verið einhver útkeyrður atvinnubílstjóri á ferðinni. Lækka olíuverð. Tja, þeir hljóta að vera þeir einu sem eru þessum órétti beittir, að vera látnir greiða svona hátt olíuverð. Nei, elskurnar mínar, allur heimurinn líður fyrir hátt olíuverð. Það er ekki hægt að lækka það því OPEC ríkin dæla ekki nógsamlega mikilli hráolíu og stýra þannig verðinu að miklu leyti. Aðrar þjóðir dæla svo miklu sem þeir ráða við. Svo halda atvinnubílstjórar að þeir séu "beittir órétti". Hvaða grunnhyggni er þetta. Lesið blöðin, lesið ykkur til um hvernig olíuverð er saman sett og setjið ykkur heldur í samband við olíufélögin. Kannski þau gætu lækkað eitthvað vegna eigin álagningar. EN hættið fyrir alla muni að haga ykkur eins og óuppdregnum krökkum sem vita ekki hvenær þeir eiga að hætta!!!
23.4.2008 | 05:41
½ hundaeigandi
Nú getur maður orðið svokallaður "hálfhundaeigandi"! Já, fyrirtæki sem heitir Flexpetz hefur byrjað að leigja út hunda og önnu dýr til fólks sem hefur ekki tíma fyrir dýr 24/7. Nú geta til dæmis þrír aðilar deilt með sér einum hundi, sem þegar hans er ekki óskað getur síðan búið á hundaheimili. Áskrift fyrir hund á ári er um 6 000 kr. Síðan bætist við svipuð summa fyrir hvern "notaðan" mánuð.
Heyrst hefur verið að dýraverndurnarfélög hafi látið heyra í sér vegna þessarar þjónustu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 13:08
Barnalegir bílstjórar skjóta sig í fótinn
Óskaplega þykir mér hryggilegt að sjá hvað atvinnubílstjórar hafa á prjónunum. Það er ekki réttindabaráttu þeirra til framdráttar að gera forseta Íslands kjánalegan í augum alheimspressunnar. Atvinnubílstjórar sem hafið svona lagað fyrir ykkur, að ætla að aka framhjá forsetasetrinu á Bessastöðum og þeyta lúðrana ykkar; mikið ósköp er þessi framkvæmd ykkar ykkur til lítils framdráttar og smækkunar. Grunnhyggnum kann að þykja þetta til að vekja athygli á ykkur, en því miður held ég að þið hafið fengið fólkið á móti ykkur.
Að ráðast að embætti forseta Íslands á þennan máta, er lágkúrulegt. Allir vita að forseti Íslands getur EKKERT gert í ykkar réttindabaráttu. Hann hefur afar takmörkuð völd, sem einagrast við myndanir utanþingsstjórna og staðfestingar laga. Gerið hann hlægilegan, gerið okkur hin hlægileg í augum alþjóðafjölmiðla, en vitið að með svona atferli hafið þið tapað stuðningi margra.
Hafið enga þökk!
![]() |
Bílstjórar stefna að Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 09:33
Hvernig var veturinn? Nú verður aftur hlýtt!
Snemma í morgun var ég kominn niður í kirkju til að taka á móti viðgerðarmanni frá Norrköping. Það þurfti að sleppa honum upp í turn. Það er nefnilega svo að ein klukkanna í turninum hafði þagnað. Hún er stór [4,2 tonn], hljómmikil og falleg og búin að hanga þarna síðan um 1724. Nú hafði hún í síðustu viku þagnað. Vélbúnaðurinn sem notast hefur verið við síðan 1908 hafði gefist upp. Á sunnudag á hún aftur að geta hljómað með sínum þunga tón, kalla fólk til kirkju, og minna fólk á að kirkjan finnst mitt meðal þeirra í Kungsträdgården og í hjörtum þeirra.
Það var gaman að sjá aðfarir viðgerðamannsins. Hann talaði við klukkuna eins og hún væri persóna og klappaði henni. Það var eins og hann væri að "peppa" hana að halda áfram. Eina sem ég heyrði hann segja var: "Hvernig var veturinn?" Hann klappar henni og segir svo: "Nú fer aftur að hlýna!" Ég sagði eitthvað um að mér þætti vænt um að sjá hversu það virkaði sem honum væri ekki sama um klukkuna. Hann tjáði mér þá að pabbi hans, sem hefði haft sama starfa og hann hefði alltaf sagt að þegar við hringjum kirkjuklukkum opnum við himininn. Með það í huga gæti maður ekki annað en fyllst lotningu og vináttu til þeirra, persónugert klukkurnar og þótt vænt um þær. Þessi hefði langa sögu og hefði tekið þátt í mörgum af stóru stundum fólksins í borginni, og að oft hefði hún opnað himininn fyrir bænum fólksins og augliti Guðs á himnum.
Hann skipti út slitnum mótornum og sagðist síðan koma í vikunni og heilsa upp á hinar þrjár klukkurnar. Hann hefði eittlítið ósagt við eina frá síðustu heimsókn. Hann hefði einhverja aukahluti með sér handa henni.
Núna er ég kominn aftur heim og mér líður eins og eftir trúarupplifun. Ég var glaður að hitta þennan fullorðna mann sem var eins umhyggjusamur fyrir klukkunum sem og fyrir góðum vini eða barni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 17:50
Láttu ekki svona elskan, byrjaðu að borða, maturinn er að verða kaldur
Ég held að Íslendingar séu ekki ókurteist fólk. Þeir bara vita ekki betur! Hérna er svona "hraðskóli" fyrir fólk um hvernig best sé að búa sig til veislu, haga sér í veislunni og hvað maður gerir svo eftir veisluna. Ráð um klæðnað, hefðir, "hvað passar hverju tilefni" og þvílíkt. Reyndar á sænsku, en þetta eru alþjóðlegar leikreglur og við allra hæfi. Sláið upp á Magdalenu Ribbing:
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1035